fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Áslaug Arna bendir á sláandi tölur um atvinnuleysi viðskiptafræðinga – „Það hefur enginn talað um þetta“

Eyjan
Sunnudaginn 30. apríl 2023 08:03

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að mikilvægt sé að gefa nemendum greinargóð gögn um hver færniþörfin sé að á vinnumarkaði til framtíðar og reyna að spá fyrir um þróunina. Segir hún að það sé viðkvæmt að benda á þetta atriði en stór hluti þeirra háskólamenntaðra sem  hafa verið atvinnulausir undfarin fimmtán ár eru viðskiptafræðingar.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Chat after Dark þar sem Áslaug Arna er nýjasti gesturinn og farið var um víðan völl.

„Það er enginn að segja að viðskiptafræðin sé slæmt nám eða að fólk eigi ekki að fara í viðskiptafræði yfir höfuðið. Það er samt þannig að 25% af þeim háskólamenntuðu sem eru atvinnulausir síðustu fimmtán ár eru viðskiptafræðingar. Það hefur ekkert breyst, það hefur enginn talað um þetta, það hefur enginn sagt þetta. Við höldum bara áfram að hafa þannig kerfi að við getum dælt mörg hundruð manns í það fag í staðinn fyrir að segja að það vanti miklu fleiri tölvunarfræðinga og verkfræðinga. Það vantar fólk í fjölda annarra greina,“ segir ráðherrann.

Ísland á Evrópumet í því að strákar eru í engu námi

Áslaug Arna tók fram að það geti verið strembið að sjá fyrir um hver þróunin er á markaði og hvar þörfin liggur. Til að mynda hefðu fáir séð fyrir að mikil eftirspurn væri eftir sérfræðingum í þörungum því að nú hafa litið dagsins ljós ýmsar kolefnisförgunarlausnir sem eru að skapa mikil verðmæti.

Stærsta áskorunin sé samt ekki sú hvaða háskólanám fólk sé að velja sér, það er að fá fólk yfir höfuð til að mennta sig. „Við eigum evrópumet í því að strákar séu í engu námi. Þeir eru hvorki í verk- né iðngreinum né í háskóla og það er mjög hættuleg þróun. Einn og einn mun auðvitað vinna sig upp í starfi og ganga vel. Búa til eitthvað fyrirtæki og meika það eins og þú sérð á samfélagsmiðlum þar sem verið er að búa til stjörnur úr fólki sem var „drop-out“ og annað. En langflestir verða láglaunafólk eða fólk sem dettur út úr atvinnulífinu. Það er þessi hópur sem við verðum að höfða betur til í menntakerfinu og átta okkur á,“ segir Áslaug Arna.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“