fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Segist hafa verið synjað um viðtal hjá Heimildinni til að bregðast við ásökunum í hlaðvarpsþætti Eddu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. apríl 2023 09:05

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, stofnandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, segir að ritstjórn Heimildarinnar, (áður Stundin), hafi synjað sér um viðtal þegar hann óskaði eftir því að fá að bregðast við ásökunum sem bornar voru á hann í viðtali við fyrrverandi kærustu hans í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak á síðasta ári.

„Það kom mér á óvart þar sem ég taldi fjölmiðilinn leggja áherslu á vandaða blaðamennsku hvar sannleikurinn væri hafður að leiðarljósi og að það væri meðal annars gert með því að leita andstæðra sjónarmiða þegar það ætti við,“ skrifar Frosti í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni.

Yfirlýsingin er í tilefni af aðsendi grein Evu Hauksdóttur, lögmanns hans, á Vísi.is í morgun þar sem hún fer yfir samskipti sín við ritstjórn Heimildarinnar fyrir hönd Frosta og fer hörðum orðum um vinnubrögðin og ekki síður hvernig ritstjórnin greinir frá ýmsum álitamálum sem Eva kallar „sannleiksförðrun.“

Segist hafa varað Heimildina við Eddu

Frosti segist hafa bent blaðamanni Stundarinnar á að vinnubrögð Eddu hafi ekki staðist skoðun en þrátt fyrir það hafi hún verið ráðin sem blaðamaður á miðilinn.

„Ég benti blaðamanni Stundarinnar á augljósa sönnun þess að Edda Falak hefði með framsetningu sinni gerst verulega óheiðarleg og ósanngjörn í þeirri umfjöllun sem um ræðir, bæði í viðtalinu sjálfu og í þeirri herferð opinberrar smánunar sem á eftir fylgdi á samfélagsmiðlum. Engu að síður var Edda ráðin inn sem blaðamaður á ritstjórn Heimildarinnar í kjölfarið.
Það kom mér því ekkert sérstaklega á óvart að ritstjórn Heimildarinnar hafi ákveðið að gera lítið úr þeirri staðreynd að blaðamaður þeirra hefði sjálfur logið ítrekað í fjölmiðlum um eigin reynslu af kynbundnu áreiti. Sannleikurinn er aukaatriði á einum helsta rannsóknarfjölmiðli landsins,“ skrifar Frosti.

Edda var ráðin sem blaðamaður á ritstjórn Heimildarinnar þann 20. febrúar síðastliðinn en í lok mars kom í ljós að hún hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmörgum viðtölum árið 2021.  Heimildin stóð engu að síður með blaðamanni sínum en samkvæmt heimildum DV lét Edda af störfum síðastliðinn föstudag. 

Færsla Frosta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina

Svona er staðan á Reykjanesskaga eftir nóttina
Fréttir
Í gær

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Í gær

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband