fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Fékk af­henta styttu af sjálfum sér og sprakk svo í loft upp

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 3. apríl 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd­band sem tekið var úr eftir­lits­mynda­vél í Sankti Péturs­borg í Rúss­landi í gær varpar ljósi á það sem gerðist áður en öflug sprengja sprakk á kaffi­húsi í borginni.

Vla­den Tatar­sky, bloggari og harður stuðnings­maður Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta, lést í á­rásinni og var 26 ára kona sem grunuð er um verknaðinn hand­tekinn í morgun.

Mynd­bandið sýnir konuna, hina 26 ára gömlu Dariu Trepovu, ganga inn á kaffi­húsið með pakka í höndunum. Um var að ræða styttu af rúss­neska bloggaranum sem var stút­full af öflugu sprengi­efni.

Annað mynd­band sem tekið var inni á kaffi­húsinu sýnir þegar Tatar­sky veitir styttunni við­töku en stuttu síðar springur hún í loft upp. Tatar­sky lést sam­stundis og 32 aðrir gestir kaffi­hússins slösuðust.

Trepova var hand­tekin í íbúð í Sankti Péturs­borg í gær­kvöldi en sjálf neitar hún stað­fast­lega sök. Rúss­nesk yfir­völd segja að um hryðju­verk hafi verið að ræða og grunar að ein­staklingar með tengsl við Úkraínu hafi skipu­lagt verknaðinn.

Kærasti Trepovu, Dmi­try Rylov, heldur því fram að hún hafi verið leidd í gildru og hún hefði aldrei sam­þykkt að láta Tatar­sky hafa pakkann ef hún hefði vitað hvað var í honum. Vitni lýsa því þó að Trepova hafi verið treg til að setjast við hlið Tatar­sky eftir að hún lét hann hafa styttuna og það renni stoðum undir þá kenningu að hún hafi vitað hvað var í vændum. Hún hafi svo forðað sér áður en sprengjan sprakk.

Í frétt Daily Mail kemur fram að 450 grömm af sprengi­efninu TNT hafi verið í styttunni og var sprengingin mjög öflug. Rúður í húsinu sprungu og slösuðust margir þegar gler­brotum rigndi yfir gesti kaffi­hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú