fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eva sakar Eddu um ritstuld og kallar hana ofbeldismann – Segir ritstjórn Heimildarinnar vera grenjuskjóður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2023 08:39

Eva Hauksdóttir og Edda Falak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Hauksdóttir, lögmaður, sakar hlaðvarpsstjórnandann og baráttukonuna Eddu Falak um ritstuld. Þá fer hún hörðum orðum um ritstjórn Heimildarinnar sem hún sakar um sannleiksförðun.  DV greindi frá því í gær að Edda sé hætt hjá Heimildinni.

Eva segist vera „lögfræðingurinn sem Frosti Logason á að hafa ráðið til að beita sér gegn Heimildinni og sem á að hafa sett fram kröfur fyrir hans hönd.“

Í yfirlýsingu Heimildarinnar vegna missagnar Eddu Falak varðandi starfsferil hennar kom fram:

„Vegna umfjallana hlaðvarpstjórnandans Frosta Logasonar um Eddu og opins bréfs hans til Heimildarinnar, sem hefur verið til umfjöllunar í fréttamiðlum, er rétt að taka fram að lögfræðingur á vegum Frosta hefur undanfarið verið í samskiptum við Heimildina og lagt fram kröfur í tengslum við frásögn fyrrverandi sambýliskonu hans af skriflegum hótunum hans í hennar garð, en frásögn hennar, studd gögnum, kom fram í viðtali við Eddu Falak í fyrra.“

„Hinn farðalausi sannleikur er sá að Frosti (sem hefur vitaskuld fullan rétt til að leita lögmannsaðstoðar) hefur hvorki falið mér né nokkrum öðrum lögmanni neinskonar aðgerðir gegn Heimildinni að frátöldu því að reka á eftir svari við mjög svo meinlausu erindi,“ segir Eva í pistli á Vísi.

„Fyrir nokkrum vikum spurði Frosti mig álits á því hvort hann ætti rétt á því að fá aðgang að textasamskiptum sem umfjöllun um misgjörðir hans gegn fyrrverandi kærustu var að hluta byggð á. Hann hefur fargað öllum ummerkjum um þessi samskipti sjálfur en telur að í umfjöllun Heimildarinnar hafi ýmislegt verið tekið úr samhengi. Þótt það réttlæti ekki hegðun hans á sínum tíma finnst honum líklegt að einhverjir myndu líta hann mildari augum ef þeir vissu söguna alla. Frosti hafði fyrst óskað eftir viðtali í Stundinni en verið synjað um það eftir að Stundin og Kjarninn sameinuðust og urðu að Heimildinni. Í kjölfar þess óskaði hann eftir því að Heimildin veitti honum aðgang að þessum gögnum en beiðnin var hundsuð.“

Eva ítrekar að hún hafi lagt fram beiðni, ekki kröfu, og linkar í bréfið sem þau sendu á Heimildina, sem má lesa hér.

Spyr hvað Heimildin ætli að gera í málinu

Lögmaðurinn spyr sig „hvort ritstjórninni þyki ekkert að því að hafa ótrúverðugan blaðamann innanborðs.“

„Það er reyndar með ólíkindum að ritstjórnarmeðlimir virts fjölmiðils skuli vera þvílíkar grenjuskjóður að líta á það sem einhverskonar ofsóknir gegn miðlinum,“ segir hún.

Sjá einnig: Edda Falak hætt hjá heimildinni

Sakar Eddu um ritstuld

„Nú er komið á daginn að ofbeldisblaðamaður Heimildarinnar, er ekki aðeins lygalaupur heldur ritþjófur líka. Meistararitgerð baráttukonunnar sem ekki þurfti að velja á milli virtrar stöðu í fjármálageiranum og kroppamynda á Instagram er reyndar ekki bein afritun. Hún er þó sláandi lík ritgerð annars Íslendings sem útskrifaðist frá sama skóla nokkrum árum fyrr bæði hvað varðar efnistök og byggingu, auk þess sem orðalagið er víða mjög svipað. Hér er hægt að sjá nokkur dæmi,“ segir Eva og bætir við að þetta sé „ritstuldur samkvæmt akademískum viðmiðum.“

„Það verður áhugavert að sjá hvaða veigrunarorð Heimildin mun nota til sannleiksförðunar í þetta sinn,“ segir Eva. Eins og fyrr segir er Edda hætt hjá miðlinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eva gagnrýnir Eddu Falk opinberlega. Í fyrra skaut hún föstum skotum á Eddu og sagði að hún væri orðin lærð í því að koma aðdróttunum um meint kynferðisbrot á framfæri án þess að þurfa að bera nokkra ábyrgð á því sjálf.

Sjá einnig: Eva skýtur föstum skotum- „Engin þörf á að kenna Eddu Falak trix til að koma aðdróttunum á framfæri“

Pistil Evu má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum