fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stjúpbræður í haldi lögreglu vegna harmleiksins á Selfossi – Sá eldri er 25 ára gamall

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2023 08:58

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mennirnir tveir sem eru í haldi lögreglu vegna mannsláts sem átti sér stað á Selfossi síðastliðin fimmtudag eru stjúpbræður. Þetta herma heimildir DV. Sá eldri þeirra er 25 ára gamall, fæddur árið 1998, en sá yngri er fæddur ári síðar en hann hefur áður komist í kast við lögin.

Sumarið 2022 var hann dæmdur í sex mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ýmis brot meðal annars tvær líkamsárásir, akstur undir áhrifum sem og hótanir og tilraun til þess að ráðast á lögreglumann á vakt.

Lögregla hefur varist allra frétta af málinu en fyrir liggur krafa lögreglu um að mennirnir sæti vikulöngu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar. Dómari í málinu ákvað í gær að nýta sér sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurðinn og má búast við honum í dag.

Hermt er að andlátið tengist ofskömmtun fíkniefna en lögregla hefur ekkert látið uppi um þann þátt. Sú sem lést er á þrítugsaldri en ekki liggur fyrir hvernig hún tengdist bræðrunum.

Háværar sögusagnir eru á kreiki varðandi atburðinn og vakti athygli á samfélagsmiðlum í gær að ung stúlka sá sig knúna til þess að greina frá því að hún væri á lífi og tengdist málinu ekki með nokkrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti