fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð gagnrýnir Willum – Finnst ekki í lagi að hann tali um konur sem „leghafa”

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. apríl 2023 14:28

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að réttrúnaður samtímans sé orðinn galinn og segist reglulega hafa bent á dæmi þar um. Meðal annars að margir séu farnir að að veigra sér við að nota orðið „kona”  og tali frekar um „leghafa” í staðinn.

Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir hann að einhverjum hafi þótt það til mars um ýkjur og hræðsluáróður að slíkt orðalag sé orðið viðurkennt.

„Nú gerðist það í vikunni að heilbrigðisráðherra [WillumÞór Þórsson] hélt stutta ræðu á Alþingi þar sem hann kallaði konur „leghafa” fjórum sinnum!,” skrifar Sigmundur Davíð og tekur sem dæmi setninunga: „Samkvæmt því þykja standa skýr rök til þess að leghafi sé einhleypur þegar tæknifrjófgun á sér stað” úr ræðu Willum.

Segir Sigmundur Davíð að Willum sleppi oft við mikla gagnrýni þrátt fyrir stórkostleg vandamál heilbrigðiskerfisins og það sé vegna þess að hann taki iðulega undir áhyggjur gagnrýnenda og vísi til þess að hinar og þessar nefndir séu að ljúka eða hefja störf varðandi málið.

„Það er líka þekkt að nú til dags gerast ráðherrar oft talsmenn starfsmanna sinna og flytja ræður skrifaðar af embættismönnum (eða aðkeyptum aktívistum) algjörlega án áhuga eða sannfæringar. En bera þeir ekki ábyrgð á eigin yfirlýsingum og stefnu? Og er eðlilegt að heilbrigðisráðherra sé farinn að kalla konur leghafa? Mér finnst það ekki,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“