Tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser er fallinn frá, 61 árs að aldri. Ættingjar hans greina frá þessu á samfélagsmiðlum en Hjörtur varð bráðkvaddur við Gullfoss í gær en þar var hann staddur við störf sem leiðsögumaður sem var hans aðalstarf hin síðari ár.
Hjörtur, sem var fæddur þann 30. júní 1961, gerði garðinn frægan sem hljómborðsleikari með ýmsum hljómsveitum á árum áður eins og Grafík, Kátum piltum og Vinum Dóra auk þess sem hann lék um tíma með Mezzoforte og Fræbbblunum. Þá var hann um árabil undirleikari og tónlistarstjóri hjá Þórhalli „Ladda“ Sigurðssyni.
Þá gat hann sér gott orð sem kennari, aðallega á hljómborð, og starfaði sem slíkur um árabil.