fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Manndráp við Fjarðarkaup – Lögreglan telur sig með skýra mynd af atburðarásinni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 17:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í síðustu viku miðar vel segir í tilkynningu frá LRH rétt í þessu. Fjórir voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl, líkt og fram hefur komið, en hinum sömu var enn fremur gert að sæta einangrun á meðan á því stendur.

Yfirheyrslur hafa staðið yfir undanfarna daga, en að þeim loknum í gærkvöld var einangrun fjórmenninganna aflétt. Lögreglan telur sig í meginatriðum hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni sem leiddi til dauða mannsins.

Vegna umfjöllunar og umræðu um andlátið vill lögreglan taka fram að hingað til hefur ekkert komið fram við rannsókn hennar sem bendir til þess að þjóðerni hins látna hafi haft með málið að gera. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“