fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Manndráp við Fjarðarkaup: 17 ára stúlka laus úr gæsluvarðhaldi – Einn hefur játað

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 19:38

Mynd: Skjáskot ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir 17 ára stúlku vegna manndrápsins við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í síðustu viku.

Stúlkan var handtekin á heimili sínu á föstudagsmorgun, og var á föstudagskvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun til 27. apríl ásamt þremur ungum drengjum, tveimur þeirra undir lögaldri. Drengirnir eru enn í gæsluvarðhaldi, tveir á Stuðlum og einn í fangelsinu á Hólmsheiði.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi stúlkunnar kærði úrskurðinn til Landsréttar. Í fréttum fyrr í dag lýsti hann furðu sinni yfir að stúlkan hafi ekki verið látin laus eftir yfirheyrslur lögreglu í gærkvöldi, en eftir yfirheyrsluna var einangrun hennar aflétt, en hún enn í gæsluvarðhaldi. 

Játning liggur fyrir 

Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis liggur fyrir játning hjá nítján ára dreng, sem mun hafa játað fljótlega eftir að hann var handtekinn.

Stúlkan tók upp myndband af árásinni

Vilhjálmur ræddi við fréttastofu RÚV eftir úrskurð Landsréttar. Segir hann lögregluna með myndskeið sem stúlkan tók af árásinni, en myndbandið er lykilgagn í málinu.

Vilhjálmur segir myndbandið sýna að stúlkan hafi aldrei komið nær hinum látna, 5-8 metrar hafi verið á milli þeirra, hún hafi aldrei snert hann og heldur ekki veitt hinum þremur liðsinni sitt með nokkrum hætti, hvorki í orði eða verki. Vilhjálmur segir stúlkuna vera lykilvitni ákæruvaldsins og hafi tekið upp lykilgagn í málinu; myndskeið af árásinni.

„Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður,“ segir Vilhjálmur við RÚV, sem segir skjólstæðing sinn strax hafa upplýst lögregluna um myndbandið, framvísað því og gefið lögreglu leyfi til að skoða síma sinn. 

„Lögreglan veit að hún er saklaus og ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á manndrápinu. Hún var rangt barn á röngum stað á röngum tíma. Það er ekki glæpur,“ segir Vilhjálmur. Börn eigi ekki að þurfa upplifa það sem skjólstæðingur hans hafi þurft að upplifa síðustu þrjá sólarhringa.

Vilhjálmur segir lögreglu hafa talað við skjólstæðing hans á vettvangi og síðan skutlað henni heim. Þegar í ljós kom að maðurinn var látinn hafi hún verið handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt