fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Kristófer segir að móðir látna Pólverjans eigi rétt á því að vera reið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 23. apríl 2023 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristó­fer Gajowski, sem skipulagði bænastund í Landakotskirkju í gær, til stuðnings móður pólsks manns sem myrtur var á bílaplani fyrir utan Fjarðarkaup að kvöldi sumardagsins fyrsta, var ánægður með athöfnina. Um 40 manns sóttu hana.

„Þetta var mjög falleg athöfn,“ segir Kristófer. Hann dáist að viðbrögðum móðurinnar við hinum hræðilega atburði, en hún hafi ekki fyllst hatri. „Hún hefur rétt á því að vera reið en hún segist vera mjög sár en hún dæmir ekki,“ segir Kristófer. Hann hefur skipulagt mótmælafundi og samkomur flóttamanna frá Úkraínu hér á landi og segir að í þeim hópi megi oft finna mjög mikla reiði og hatur enda hafi sumt fólkið misst ástvini í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Viðbrögð pólsku móðurinnar séu hins vegar laus við hatur.

Kristófer vill halda málþing um ofbeldi á Íslandi á næstunni í ljósi tíðra frétta af ofbeldisglæpum hér undanfarið, ekki síst ofbeldi barna og ungmenna. „Ég er að hugsa um að tala við Grósku, það er góð aðstaða þar og næg bílastæði. Það gætu talað þarna sálfræðingar og fulltrúar frá lögreglu og svo yrðu auðvitað blaðamenn,“ segir Kristófer, sem er alvarlega að hugsa um að skipuleggja málþing á næstunni og fá landsmenn til að horfast í augu við þann vanda sem ofbeldisglæpir eru.

Pólski maðurinn sem lést á dögunm lætur eftir sig eiginkonu og barn. Kristófer segir líklegt að söfnunarreikningur fyrir hönd barnsins verði opnaður á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt