Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt.
Í Hafnarfirði, hverfi 221, var tilkynnt um einstakling sem var að reyna stela hraðbanka. Á vettvangi mátti sjá að búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Bifreiðin var mannlaus og málið er í rannsókn.
Í Reykjavík var tilkynnt um einstakling sem stóð í hótunum fyrir utan húsnæði í miðbænum. Var hann farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Einnig var tilkynnt um hópslagsmál í miðbænum, einn einstaklingur var handtekinn og vistaður í þágu rannsókn málsins. Annar veittist að dyravörðum í miðbænum.
Tilkynnt var um börn að leika sér í gröfu, börnin voru búin að kveikja á henni og voru að aka um. Tilkynnanda tókst að hræða þau á brott og voru þau því farin þegar lögreglu bar að.
Eignaspjöll, yfirstaðið innbrot, þjófnaður, hundsbit, fall af rafhlaupahjóli, akstur undir áhrifum áfengis og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eru einnig í dagbók lögreglunnar á lögreglustöð 1.
Á lögreglustöð 3 Kópavogur Breiðholt eru yfirstaðið innbrot, tilkynning um dreng með hníf og eldur í fjölbýlishúsi sem búið var að slökkva á meðal mála í hverfi 109. Einstaklingur var handtekinn grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar, var hann handtekinn og og vistaður í fangaklefa.
Tilkynnt var um dauðan kött á Suðurlandsvegi, við eftirgrennslan reyndist kötturinn vera rifin úlpa í vegkantinum.