fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Líkamsárásir ungmenna í Breiðholti vekja óhug

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd af líkamsárásum ungmenna sem tekin eru í Breiðholti hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum í dag og vakið mikinn óhug meðal fólks. Í öðru myndbandinu sem tekið er við skiptistöð strætisvagna í Mjódd má sjá stúlku skella annarri í götuna og lemja hana liggjandi í götunni. Þegar þriðja stúlkan tjáir sig með orðum til gerandans þá tekur gerandinn sig til, lemur hana einnig í götuna og heldur áfram barsmíðunum þegar hún er komin í götuna. Hópur ungmenna stendur í kring og skiptir sér ekkert af, en nokkrir taka líkamsárásirnar upp á síma sína. Hættir stúlkan ekki fyrr en fullorðin kona gengur að og skiptir sér af. 

Ég sat inn í strætó og sá þetta gerast. Ég hljóp út úr strætó til að stoppa þetta. Einnig kom ég stelpunum inn í strætó,“ segir konan við DV.

Í hinu myndbandinu sem tekið er upp við söluturninn Hraunberg mun sama stúlkan vera að verki, þar sem hún lemur aðra stúlku. Eins og í fyrra myndbandinu eru einhver ungmenni sem fylgjast með, skipta sér ekki af, en taka líkamsárásina upp á síma.

Blaðamaður sendi myndböndin áfram til lögreglu og fékk skilaboð til baka: „Lögreglan er meðvituð og hefur brugðist við í þessu máli sem og fleirum.“

Myndböndin vekja hörð viðbrögð

Færslu konunnar sem fyrst vakti athygli á málinu hefur verið deilt rúmlega 400 sinnum í dag og fjöldi athugasemda skrifaðar undir. Fyrra myndbandinu hefur nú verið eytt úr færslunni. Í athugasemdum má sjá að fólk er miður sín yfir atvikunum, nokkur fjöldi segir að um foreldravandamál sé að ræða og þeir myndu ekki hugsa sig tvisvar um að skamma börn sín myndu þau haga sér með þessum hætti, aðrir segja að lögreglan viti af vandamálinu en aðhafist lítið sem ekkert. 

Kona sem býr í Breiðholti segir: „Því miður er þetta orðið daglegt brauð hér alla daga. Þessir krakkar koma úr öllum hverfum í Reykjavík, Kópavogi og annarsstaðar frá. Þau safnast saman í Mjódd og Hraunbergs sjoppu. Þau eru mætt í Mjódd eftir kl 16 og eru þarna þangað til er lokað, “ skrifar konan og bætir við: 

„Það sem vantar er úrræði og inngrip fyrir þessa krakka. Ég gaf mig á tal við nokkra í gær, mikið af þeim er að koma frá brotnu heimili, ofbeldi og vanlíðan. Mikið af þessum börnum er þegar í kerfinu, en kerfið er ekki að grípa þau eða hjálpa, heldur setja þau aftur inn í aðstæðurnar. Þetta ástand sem hér ríkir í Breiðholtinu hefur versnað síðustu vikunnar og á bara eftir að enda illa ef það verður ekki gert inngrip!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“