fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

„Ég er með djúpt sár í hjartanu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. apríl 2023 19:27

Landakotskirkja Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau sem gerðu þetta eru bara krakkar sem eru að byrja lífið. Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir,“ segir móðir mannsins, sem lést eftir hnífsstunguárás á fimmtudagskvöld í samtali við Heimildina.

Móðirin segist vera að bugast af sorg, en hún var viðstödd bænastund sem haldin var í dag í Landakotskirkju, en yfirskrift hennar var að „sameinast og andmæla ofbeldi ungs fólks á götum borgarinnar.“ Í grein Heimildarinnar kemur fram að móðirin bæti við milli ekkasoganna: „Ég er með djúpt sár í hjartanu.“

Árásin átti sér stað á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði og eru fjögur ungmenni í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Móðirin segist hafa fengið margar fallegar kveðjur frá Íslendingum og Pólverjum. Hún segir þó erfitt að fá upplýsingar um framgang málsins, þar sem öll samskipti fari fram með aðstoð túlks og nýr túlkur komi að í hvert sinn.

Maðurinn sem lést var 27 ára gamall pólskur karlmaður, hann á tveggja ára dóttur sem fædd er í Reykjavík og fjölskyldu í heimalandi sínu. Maðurinn starfaði hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og hafði komið aftur hingað til lands að vinna og sjá þannig fyrir fjölskyldu sinni í Póllandi með því að ná að borga reikningana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“