fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningur á bar leiddi til uppgjörs á bílastæðinuFjarðarkaup, Lögreglumál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 22:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar, þrír piltar og stúlka, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl vegna morðsins við Fjarðarkaup í gærkvöldi. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að ungmennin væru á aldrinum sextán til nítján ára.

Þau eru grunuð um að hafa ráðist á pólskan karlmann á þrítugsaldri á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vegfarandi varð vitni að árásinni og hringdi á lögregluna sem var fljót á vettvang. Var maðurinn sem ráðist var á illa særður, eftir fleiri en eina hnífstungu, og lést hann á sjúkrahúsi nokkru síðar.

Komið hefur fram að engin tengsl hafi verið milli íslensku ungmennanna og fórnarlambsins. Herma heimildir DV að ungmennin hafi hitt á manninn á nærliggjandi bar og þar hafi kastast í kekki milli þeirra. Sá ágreiningur hafi leitt til uppgjörsins á bílastæðinu.

Lögregla rannsakar nú málið og skoðar myndbandsupptökur af svæðinu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV að lögreglan teldi sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“