fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Fjögur úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir morðið við Fjarðarkaup – Ágreiningur á bar leiddi til uppgjörs á bílastæðinuFjarðarkaup, Lögreglumál

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. apríl 2023 22:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar, þrír piltar og stúlka, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 27. apríl vegna morðsins við Fjarðarkaup í gærkvöldi. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að ungmennin væru á aldrinum sextán til nítján ára.

Þau eru grunuð um að hafa ráðist á pólskan karlmann á þrítugsaldri á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í gærkvöldi. Vegfarandi varð vitni að árásinni og hringdi á lögregluna sem var fljót á vettvang. Var maðurinn sem ráðist var á illa særður, eftir fleiri en eina hnífstungu, og lést hann á sjúkrahúsi nokkru síðar.

Komið hefur fram að engin tengsl hafi verið milli íslensku ungmennanna og fórnarlambsins. Herma heimildir DV að ungmennin hafi hitt á manninn á nærliggjandi bar og þar hafi kastast í kekki milli þeirra. Sá ágreiningur hafi leitt til uppgjörsins á bílastæðinu.

Lögregla rannsakar nú málið og skoðar myndbandsupptökur af svæðinu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV að lögreglan teldi sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“