fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Þetta vitum við um mál Filippa og þessu vantar svör við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. apríl 2023 04:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippa, 13 ára, fannst á lífi í gær eftir að lögreglan hafði leitað hennar í um sólarhring á Sjálandi í Danmörku. Hún hvarf á dularfullan hátt um hádegisbil á laugardaginn þegar hún hafði nýlokið við blaðburð í bænum Kirkerup sem er suðaustan við Slagelse.

Danska þjóðin fylgdist skelfingu lostin með fréttum af málinu en margir óttuðust að nýtt Emilie Meng mál væri í uppsiglingu. Til upprifjunar um mál Emilie þá hvarf hún á dularfullan hátt aðfaranótt 10. júlí 2016 þegar hún var á heimleið frá lestarstöðinni í Korsør. Lík hennar fannst á aðfangadag 2016 í vatni í um 60 km fjarlægð frá lestarstöðinni. Hún hafði verið myrt. Hún var 17 ára. Málið er enn óleyst og hefur legið þungt á dönsku þjóðinni. Kirkerup er um 25 km frá Korsør.

Lögreglan á Sjálandi boðaði til fréttamannafundar í gær klukkan 15 að dönskum tíma. Rétt áður en hann átti að hefjast var tilkynnt að honum myndi seinka um nokkrar mínútur vegna nýrra vendinga í málinu. Það var síðan um klukkan 15.08 sem fréttamannafundurinn hófst.

Lögreglumenn að störfum í Kirkerup í gær. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Þar komu þeir Kim Kliver, yfirlögregluþjónn, og Rune Dahl Nilsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, fram fyrir hönd lögreglunnar.

Kliver byrjaði fundinn á að segja frá því að nýjar vendingar hefðu orðið í málinu nokkrum mínútum fyrr og því flytti hann önnur tíðindi en til stóð í upphafi. Var hann klökkur þegar hann skýrði frá því að lögreglan hefði fundið Filippa á lífi og um leið handtekið 32 ára karlmann. Filippa var strax flutt á sjúkrahús en fékk að fara heim til sín í gærkvöldi. Ekstra Bladet hafði eftir móður hennar að líðan hennar væri ágæt miðað við aðstæður.

Þetta vitum við um málið

Hvað gerðist þegar Filippa hvarf? Vitað er að lögreglan tók málið mjög alvarlega frá fyrstu mínútu og var ekker til sparað við rannsókn þess. Tugir lögreglumanna komu að rannsókninni og leitinni að Filippa. Þyrla var notuð, drónar og 20 lögregluhundar. Flugherinn aðstoðaði við leitina með því að leggja til þyrlu. Vegna ítarlegrar rannsóknarvinnu lögreglunnar tókst henni að setja upp tímalínu í málinu.

Vitað er að Filippa var að bera út blöð í Kirkerup þegar hún hvarf. Hún lauk útburðinum klukkan 11.30 og hringdi þá í stjúpföður sinn til að segja honum að hún væri á heimleið. Hún ætlaði að koma við hjá vinkonu sinni en skilaði sér ekki heim til hennar. Vinkonan hafði þá samband við foreldra hennar sem fóru strax að leita að henni og fundu hjólið hennar, farsíma og tösku í vegkantinum um tvo kílómetra frá heimili þeirra.

Þetta hús í Kirkerup var vettvangur ítarlegrar rannsóknarvinnu lögreglunnar í gær. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Lögreglunni var tilkynnt um hvarf Filippa klukkan 14 og hóf lögreglan strax umfangsmikla leit. Aðstoð var fengin frá fleiri lögregluembættum, flughernum og Nationalt Kriminalteknisk Center sem aðstoðar lögreglulið við rannsókn alvarlegra mála.

Skömmu fyrir klukkan 16 á laugardaginn sendi lögreglan tilkynningu frá sér og lýsti eftir Filippa.

Hvernig fannst hún?

Eftir mikla rannsóknarvinnu aðfaranótt sunnudags og rúmlega 600 tilkynningar frá almenningi skýrði lögreglan frá því í gær að kenning hennar væri að Filippa væri fórnarlambs glæps.

Rannsóknin leiddi lögregluna að húsi í Kirkerup, nærri staðnum þar sem Filippa hvarf. Húsið var girt af sem og skógur bak við það. Sérfræðingar lögreglunnar voru síðan að störfum í húsinu, við það og í skóginum í gær.

Skömmu áður en fréttamannafundurinn hófst í gær fór lögreglan inn í hús í einbýlishúsahverfi í Korsør og fann Filippa á líf. Þar var 32 ára maður handtekinn. Hann verður færður fyrir dómara í dag þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir honum.

Rannsókn lögreglunnar heldur áfram af fullum þunga en mikil vinna bíður hennar. Hún þarf að kortleggja nánast upp á sekúndu hvað gerðist frá því að Filippa hvarf þar til hún fannst. Fara þarf yfir þau sönnunargögn sem hefur verið aflað.

Hvaða spurningum er ósvarað?

Mörgum spurningum er ósvarað og vinnur lögreglan af miklum móð við að reyna að svara þeim.

Helstu spurningarnar sem fjölmiðlar spyrja lögregluna um málið eru:

Hvað er hinn handtekni grunaður um?

Tengist hann Filippa á einhvern hátt?

Var hann einn að verki?

Var það hann sem rændi Filippa, ef einhver gerði það?

Hver var tilgangurinn með því að nema Filippa á brott?

Hvaða sannanir hefur lögreglan núna?

Eru tengsl á milli hússins í Kirkerup, sem var girt af í gær, og handtökunnar?

Hvar fannst Filippa?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband