fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Blönduósmálið: Yfirlýsing frá fjölskyldu árásarmannsins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. apríl 2023 17:42

Frá vettvangi á Blönduósi. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla eftir að héraðssaksóknari ákvað að gefa ekki út ákærur í skotárásarmálinu á Blönduósi. Fer yfirlýsingin hér á eftir í heild sinni:

Sjá einnig: Blönduósmálið fellt niður – Um neyðarvörn að ræða

Vegna þeirra árása og áreitis sem við fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, höfum orðið fyrir, í kjölfar þess að ákvörðun héraðssaksóknara, um að fella niður rannsókn í máli hans, var kærð til embættis ríkissaksóknara, þann 13. apríl sl., finnum við okkur nauðbeygð til að árétta nokkur mikilvæg atriði.

Sú ákvörðun að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var fjölskyldunni afar þungbær. Tilgangurinn er ekki sá að koma höggi á aðra aðstandendur né rífa upp lítt gróin sár. Þvert á móti. Ljóst er að ef önnur úrræði hefðu verið okkur tæk, hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin.

Frá upphafi hafa svör til fjölskyldunnar verið misvísandi og upplýsingagjöf almennt ábótavant. Svör sem við höfum fengið frá yfirvöldum, leiða ítrekað af sér enn fleiri spurningar. Upplýsingarnar sem við höfum fengið hafa verið óskýrar, misvísandi og á köflum villandi.

Við sem aðstandendur verðum að krefjast þess allt sem getur varpað ljósi á það sem gerðist þennan örlagaríka morgun, verði dregið fram og af því verði lært. Að kæra ákvörðun héraðssaksóknara var því miður eina úrræðið sem stóð okkur til boða.

Okkur, aðstandendum Brynjars, er ljóst að fjölskylda Evu Hrundar Pétursdóttur varð fyrir hræðilegum missi morguninn 21. ágúst. Samúð okkar vegna þessa á sér engin takmörk. Hingað til höfum við fjölskyldan borið harm okkar í hljóði af virðingu við aðstandendur hennar. Markmið okkar hefur ávallt og einungis verið það að leita sannleikans í málinu. Ekki einungis um það hvað gerðist morguninn 21. ágúst sl., heldur einnig, það sem mikilvægara er, hvað fór úrskeiðis í aðdraganda þessarra atburða og svo í kjölfarið. Á sama tíma höfum við reynt að láta sem minnst fyrir okkur fara, í því skyni að valda ekki frekara tilfinningatjóni.

Okkar fjölskylda varð jafnframt fyrir miklum missi vegna þessa harmleiks og við – líkt og önnur fórnarlömb – syrgjum ástvin okkar hvern einasta dag. Sárasti sannleikurinn er þó líklega sá, að við teljum að það hefði verið raunhæft að afstýra atburðarrásinni með réttum viðbrögðum, á réttum tíma.  

Okkar von er sú, að málið verði rannsakað enn frekar og að öllum þeim spurningum, sem hægt er að svara, verði svarað.

Virðingarfyllst,

Fjölskylda Brynjars Þórs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“