fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Íslenskur hagfræðingur telur að Landlæknisembættið hafi átt við gögn í COVID-faraldrinum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. apríl 2023 08:59

Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það lítur út fyrir að það hafi verið átt við gögnin. Ég hef ekki fengið neina skýringu, ég leitaði eftir henni og skrifaði embættinu og óskaði eftir skýringu á þessu. Það er mjög erfitt að draga aðrar ályktanir en þær að annaðhvort hafi átt sér stað einhver rosalega mikil mistök sem menn hafi ekki viljað viðurkenna eða að það hafi einfaldlega meðvitað verið farið í það að breyta gögnunum til þess að láta þau líta betur út.“

Þetta segir Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur og rekstrarstjóri, í þættinum Spjallið með Frosta Logasyni. Gögnin sem Þorsteinn telur að hafi verið átt við snýr að smithlutfalli óbólusettra hér á landi og þau gögn sem Landlæknisembættið birti á vefsíðunni COVID.is. Þorsteinn segist hafa fylgst vel með þróun mála hér á landi í faraldrinum og meðal annars yfirfarið gögn sem virtust breytast svo gott sem yfir nóttu.

Segist hafa efasemdir um heiðarleika Landlæknisembættisins

„Hvoru tveggja er mjög ámælisvert. Við sáum á sama tíma í Skotlandi algjörlega sömu leitni en það sem þeir gerðu var það að þeir hættu einfaldlega að birta gögnin. Þetta er ofboðslega skrítið. Þetta eru opinberir aðilar sem að eru annaðhvort að hætta að birta einhver gögn sem eru óþægileg eða breyta þeim eða eitthvað slíkt,“ segir Þorsteinn.

Hann segist hafa verulegar efasemdir um heiðarleika Landlæknisembættisins. „Ég hef séð dæmi um vinnubrögð sem mér finnst mjög vafasöm. Ég man eftir því snemma á síðasta ári þegar þetta Omnicron afbrigði var tekið við og það sem gerist þá þarna rétt upp úr áramótunum 2021-2022 var að smittíðnin hjá bólusettum var orðin tvöföld miðað við sömu tíðni hjá óbólusettum og tölurnar bara sýna það,“ segir Þorsteinn sem tók bæði skjáskot og hlóð niður gögnum af vefsíðunni COVID.is sem Landlæknisembættið og sóttvarnarlæknir héldu úti í faraldrinum.

„Reyndar hafa síðari tíma rannsóknir sýnt það að smitlíkurnar fara að aukast í réttu hlutfalli við fjölda skammta. Þetta eru rannsóknir sem hafa komið út sem sýna þetta. Því fleiri skammta sem þú færð því líklegri ertu að fá COVID. Hvers vegna veit ég ekki en þetta er það sem gögnin sýna. Ég tók náttúrulega eftir þessu því ég var að fylgjast með þessu. Ég skrifaði um þetta smá grein í Moggann og sama dag þá kemur sóttvarnarlæknir fram í viðtali með skýringar á þessu sem héldu ekkert vatni. Hann sagði að þetta væri út af því að það væru svo margir sem væru mældir óbólusettir en væru í raun bólusettir því þeir hefðu verið bólusettir erlendis. Það var ekki nein breyting að eiga sér stað á þessum tíma. Allt haustið hafði þetta verið að veita svona í kringum 30 til 50% vörn samkvæmt gögnunum en skyndilega þegar nýja afbrigðið kemur þá gjörbreytist þetta. Það næsta sem gerist er það að vefurinn er tekinn niður, COVID.is, og hætt að birta gögn. Ég hafði einhverja skrítna tilfinningu þarna áður þannig að ég tók skjáskot og hlóð niður öllum gögnunum af öllu draslinu.“

Fékk engin svör og engar skýringar

Þorsteinn fullyrðir hins vegar að þegar vefurinn hafi komið inn aftur hafi gögnin verið önnur. „Síðan einhverjum tíu dögum seinna er vefurinn kominn aftur og þá er allt í einu smithlutfall á meðal óbólusettra orðið miklu miklu hærra. Þá fer það upp um svona 2 til 3% á dag, frá því eitthvað um 27. desember. Ég spurði Landlæknisembættið út í þetta og fékk engin svör og engar skýringar.“

„Er hægt að fara á COVID.is í dag og sjá einhverja skrítna breytingu á þessu tímabili sem þú ert að tala um,“ spyr Frosti á móti.

„Nei, þeir breyttu gögnunum aftur í tímann en ég hlóð niður öllum þessum gögnum.“

Frosti: „Þannig að þú getur auðveldlega sýnt fram á að…“

„Já og ég sýndi fram á það og birti grein um það í Morgunblaðinu þar sem ég sýndi raunverulega hvernig gögnin höfðu breyst og mig minnir að titillinn hafi verið: Furðulegt háttalag hlutfalls um nótt,“ segir Þorsteinn.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu á Youtube-síðu Brotkasts en til að nálgast viðtalið í heild sinni þarf að kaupa áskrift á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar