fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Innheimtustofnun braut jafnréttislög og þarf að greiða 20 milljónir – Enn eitt hneyklismál fyrri stjórnenda

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. apríl 2023 17:54

Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innheimtustofnun sveitarfélaga var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 29. mars síðastliðinn gert að greiða fyrrum starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Stofnunin var einnig dæmd til að greiða konunni 1 milljón króna í miskabætur, en konan sagði við aðalmeðferð málsins að launamunurinn hafi verið verulega niðurlægjandi fyrir sig.

Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólsins en aðilar máls njóta nafnleyndar þar. Hafa margir bent á það og gagnrýnt á samfélagsmiðlum.

Vísir greindi fyrst frá að um Innheimtustofnun væri að ræða og staðfestir Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga að þau séu stofnunin sem um ræðir.

Málið kom upp í tíð fyrri stjórnenda Innheimtustofnunar, en stefnandi málsins, kona gegndi fullu starfi sem lögfræðingur hjá Innheimtustofnun frá árinu 2017 þar til í september 2021 en hafði áður starfað  þar samhliða námi. 

Innheimtustofnun braut jafnréttislög gegn konunni að mati héraðsdóms, en launamunur konunnar og karlkyns starfsmanns hjá stofnuninni nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Þegar konan óskaði leiðréttingar á launum sínum í samtali við yfirmann sinn var henni greint var því að gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar sem útskýrði launamuninn.

Málið höfðaði konan með stefnu birtri 27. júní 2022 og var aðalmeðferð í málinu 1. mars 2023.  Innheimtustofnun er samkvæmt dómsorði dæmd til að greiða konunni 19.150.762 krónur auk dráttarvaxta frá tilgreindum dagsetningum, að frádregnum tveimur innágreiðslum frá Innheimtustofnun 7.  október  2022  að  fjárhæð  16.190.048  krónur  og  12.  október 2022 að fjárhæð 562.379 krónur. Auk þess þarf stofnunin að greiða konunni 1.800.000 krónur í málskostnað.

Enn eitt hneykslismál frá fyrri stjórnendum

Málið er nýjasta hneykslismálið af nokkrum frá tíð fyrri stjórnenda. Í umfjöllun DV árið 2019 um Innheimtustofnun kom fram að fyrrverandi starfsmenn hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks.

Sjá einnig: Innheimtustofnun sveitarfélaga sökuð um niðurlægjandi framkomu í garð meðlagsgreiðenda

Í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður stofnunnarinnar á Ísafirði reknir úr starfi, en þeir voru sendir í leyfi í desember árið 2021 í úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Ástæðan fyrir brottrekstri þeirra var sögð alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots.

Sjá einnig: Jón og Bragi reknir frá Innheimtustofnun sveitarfélaga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“