fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Héraðsdómari kærir Margréti Friðriks fyrir meiðyrði – „Hvað varð um tjáningarfrelsið?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2023 09:30

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómarinn Barbara Björnsdóttir hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttin.is, fyrir meiðyrði. Þetta staðfestir Margrét í samtali við DV en hún var yfirheyrð af lögreglu í fyrradag vegna málsins.

Forsagan er sú að í febrúar síðastliðinum dæmdi Barbara Margréti seka í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lífslátshótun gegn Semu Erlu Serdar, baráttukonu og stofnanda hjálparsamtakanna Solaris. Var Margrét dæmd til 30 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og að greiða lögmanni sínum, Arnari Þóri Jónssyni, um milljón í málsvarnarlaun.

Margrét, sem hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar, tók niðurstöðunni óstinnt upp þar og skrifaði færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún fór ófögrum orðum um Barböru og vísaði meðal annars í kjaftasögu um ástarlíf hennar. Kallaði hún Barböru meðal annars „lausláta mellu“ auk fleiri ókvæðisorða.

Þá endurtók hún gífuryrðið í vikunni á Facebook-síðu sinni þegar kæran barst henni, en hún hefur nú eytt báðum færslunum.

Árás á tjáningarfrelsi sitt

Margrét segist fullviss um að umrædd saga sé sönn og að hún líti á kæruna sem árás á tjáningarfrelsi sitt.

„Hún er að kæra mig fyrir að tjá mig um ástarsamband hennar. Hvað varð um tjáningarfrelsið, er það bara ætlað sumum? Við skulum ekki gleyma að þetta sama fólk sýknaði Sindra fyrir að kalla Ingó veðurguð barnaríðing og barnaníðing og þar var vísað til tjáningafrelsis. Það er mín skoðun að gift kona sem er óheiðarleg í einkalífi sínu sé ekki með siðferði og dómgreind til að gegna embætti dómara,“ segir Margrét í samtali við DV.

Bendir hún meðal annars á að orðið „mella“ þýði meðal annars, samkvæmt orðabókaskilgreiningu, lauslát kona og því hafi hún verið í fullum rétti að láta hin þungu orð falla.

Hyggst kæra hakkara til lögreglu

Margrét stendur í hörðum slag á fleiri vígsstöðum því eins og DV greindi frá í gær braust óprúttinn hakkari inn í ritstjórnarkerfi miðils hennar og olli þar miklum usla. Síðan lá niðri um tíma en Margréti tókst að koma henni í loftið aftur þökk sé þeirri fyrirhyggjusemi að eiga afrit af öllum gögnum. Hún segir þó að um sjöttu netárásina á síðuna sé að ræða á skömmum tíma og hún hyggist kæra þá nýjustu til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?