fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Tókust hraustlega á í Silfrinu – ,,Ég vil að þú komir hreint fram, Ragnar“

Eyjan
Sunnudaginn 5. mars 2023 13:27

Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, sækjast bæði eftir formannsstóli verkalýðsfélagsins, sem er hið stærsta á landinu með um 40 þúsund félagsmenn.

Frambjóðendurnir mættust í Silfrinu á RÚV í morgun og óhætt er að fullyrða að tekist hafi verið á í sjónvarpssal.

Hugnaðist ekki vegferðin undir stjórn Ragnars Þórs

Elva Hrönn sagði að ástæða þess að hún byði sig fram væri að henni hugnaðist ekki sú vegferð sem félagið hafi verið á undir stjórn Ragnars Þórs. Hún sagði að valdatíð hans hafi farið vel af stað en undanfarið árið hafi verkalýðshreyfingin einkennst af innbyrðisátökum sem hafi tekið orku og fókus frá stóru baráttumálunum, eins og til að mynda húsnæðismálinum,

Að hennar mati hafi það sú staðreynd að verkalýðshreyfingin hafi ekki staðið saman í nýafstöðnum kjarasamningaviðræðum gert það að verkum að samningsstaðan hafi ekki verið eins sterk gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum.

Mikilvægum málum ekki sinnt útaf átökum

Frambjóðendurnir fóru vítt yfir sviðið en voru sammála um að húsnæðismálin væru stóra atriðið sem að væri að valda ójafnvægi í samfélaginu.

Vildi Elva Hrönn meina að VR væri að bregðast of seint við þessu vandamáli og sagði ástæðuna þá að of mikil orka hefði farið í áðurnefnd átök innan verkalýðshreyfingarinnar.

Ragnar vísaði því alfarið á bug og sagði að vinna við málaflokkinn hefði staðið yfir alla hans sex ára valdatíð. Auk annarra atriði nefndi hann aðkomu VR að Blæ íbúðafélagi, sem er nýtt íbúðafélag undir hatti ASÍ og BSRB. Sagði Ragnar að sú vinna hafi tekið fjögur ár og að málinu hafi verið haldið í gíslingu í 14 mánuði innan ASÍ

„Það er ekki rétt Ragnar,“ sagði Elva Hrönn og vildi meina að töfin væri á ábyrgð Ragnars Þórs og að hann hafi dregið það að skila tilskildum gögnum til þess að hægt væri að klára málið.

„Þú ert bara að fara með algjörar rangfærslur. Þú varst ekki í þessum samskiptum,“ sagði Ragnar og sagði að ábyrgðin væri hjá stjórnvöldum.

Elva Hrönn spurði þá af hverju fólk ætti að trúa orðum hans frekar en annarra. Hún hafi verið í samskiptum við mótaðila Ragnars Þór sem að héldu þessu fram. „Ég vil að þú komir hreint fram, Ragnar, við félagsfólk okkar og þau sem koma að kjósa okkur“ sagði Elva Hrönn.

Ragnar ítrekaði þá að mótframbjóðandi hans væri að fara með rakalausar dylgjur og krafðist þess að hún myndi gefa upp hvaðan hún hefði þessar upplýsingar. Því vék Elva Hrönn sér undan.

Sagðist ekki vera laskaður eftir nýjustu samninga

Ragnar Þór gekkst við því að átökin innan hreyfingarinnar hefðu verið mikil í aðdraganda kjarasamninganna en hann sagði að vinna og fundir innan ASÍ undanfarin misseri hafi blásið honum bjartsýni í brjóst um að hreyfingin myndi ganga sameinuð til næstu kjarasamninga. Þá vísaði hann því alfarið á bug að hann stæði uppi laskaður eftir að stjórn VR samþykkti kjarasamninga sem hann vildi ekki samþykkja.

Athygli vakti að Ragnar Þór vildi ekki láta mynda sig með fulltrúum Samtaka atvinnulífsinns eftir að skrifað var undir.

„Þetta sýnir bara þá ástríðu sem ég hef í þessu starfi,“ sagði Ragnar Þór aðspurður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar