fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Magnús réðst á annan nágranna kvöldið áður sem upplifði ofsahræslu og íhugaði að flytja – „Mamma læsti bara bílnum þegar hún sá hann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 13:17

Magnús Aron Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð fer nú fram í Barðavogsmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hefur sakborningur, Magnús Aron Magnússon, þegar gefið skýrslu og næst voru leidd fram vitni. Hafa nú nágrannar Magnúsar lýst sinni reynslu.

Það var þann 4. júní á síðasta ári sem Gylfi Bergmann Heimisson lét lífið fyrir utan heimili sitt í Barðavogi í kjölfar þess að til átaka kom milli hans og Magnúsar, sem bjó í sama húsi. Hefur Magnús verið ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa með ofbeldi með þeim afleiðingum að Gylfi lét lífið.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft við aðalmeðferð í Barðavogsmálinu – „Ég var illa sofinn ég man það, ég var þreyttur afar þreyttur“
Sjá einnig: Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“
Sjá einnig: Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Var úti að grilla þegar hann heyrði mikinn hávaða

Vitni, karlmaður sem var nágranni þeirra Magnúsar og Gylfa, greinir frá því að þennan dag, 4. júní, hafi hann verið úti að grilla þegar hann heyrði mikil læti.

„Ég heyrði mikinn skarkala.

Fór hann og reyndi að kanna hvað væri í gangi. Fór svo inn á heimili sitt til að sækja eitthvað og þegar hann kom út aftur sá hann tvo menn fyrir utan fjölbýlishúsið sem Gylfi og Magnús bjuggu í.

„Annar lá á jörðinni á bakinu og hinn var að stappa á brjóstkassa hans.

Vitnið hljóp þá inn og bað eiginkonu sína að hringja á lögreglu. Þegar nágranninn kom út aftur sá hann Gylfa liggjandi á jörðinni.

„Hann lá í jörðinni, virtist vera hættur að hreyfast á honum brjóstkassinn. Þá hljóp ég inn aftur og bað konuna mína að hringja á sjúkrabíl líka.

Nágranninn sá þá Magnús ganga í kringum Gylfa og sparka í höfuð hans, með símann á lofti. Nágranninn fór þá aftur inn og fylgdist með út um gluggann. Sagði hann að Magnús hefði stappað á Gylfa af miklu afli.

Eiginkona nágrannans bar næst vitni og sagði að hún hefði verið að horfa á fréttirnar þegar maðurinn hennar kom hlaupandi inn og bað hana að hringja á lögregluna.

„Hann kemur svo aftur inn og biður um sjúkrabíl, hann heldur að það sé verið að drepa mann.

Réðst á nágranna sinn kvöldið áður

Bar þá vitni nágranni Gylfa og Magnúsar sem bjó í sama húsi. Greindi hann frá því að kvöldið áður en Gylfi lét lífið hafi Magnús ráðist á hann, nágrannann.

Nágranninn hafi verið að koma heim til sín, hitt þar fyrir Magnús og boðið góða kvöldið. Síðan hafi nágranninn ætlað inn í íbúðina sína. Þá veittist Magnús að honum og kýldi í andlitið.

Nágranninn hafi í kjölfarið haft samband við móður Magnúsar sem hafi verið á sjúkrahúsi. Hún hafi sagt að Magnús væri fullorðinn maður og það þyrfti að hringja á lögregluna.

Lögreglan hafi komið og rætt við Magnús. Magnús hafi greint frá því að nágranninn hafi átt upptökin.

„Þar heyrði hún hann ásaka mig um að hafa ráðist á mig og troðið puttanum upp í kokið á sér.

Lögreglan hafi svo komið til nágrannans og greint frá því að Magnús væri orðinn rólegur og ætlaði að fara að sofa.

Um nóttina hafi verið mikil læti úr íbúð Magnúsar. Nágrannanum hafi ekki verið rótt og íhugað hvort hann þyrfti að flytja.

„Raunverulega að pæla í því hvað ég þurfi að gera, hvort ég þurfi að flytja.

„Mamma læsti bara bílnum þegar hún sá hann

Hann hafi daginn eftir farið á heilsugæsluna til að fá áverkavottorð. Þá hafi hann sent Gylfa skilaboð um hvað hefði gerst.

„Þá tjái ég Gylfa líka í skilaboðum hvað hefði gerst, að hann [Magnús] hefði ráðist á mig og sé í einhverju ástandi.

Hafi nágranninn fengið móður sína til að skutla sér heim. Hún hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins og íhugað að ræða við Magnús. Þegar þau hafi komið að húsinu hafi Magnús þá verið þar fyrir utan, í stuttbuxum með sólgleraugu og hafi móðir nágrannans strax áttað sig á að það væri ekki hægt að ræða við hann.

„Mamma læsti bara bílnum þegar hún sá hann.

Nágranninn upplifði úrræðaleysi. Honum var greint frá því að eina leiðin til að koma Magnúsi út af heimili hans væri að svipta hann sjálfræði. Til þess þyrfti mikið að koma

Upplifði nágranninn að lögreglan liti ekki alvarlegum augum á málið og teldi viðbrögð hans og ótta úr hófi. Var nágranninn hvattur til að hringja sem oftast á lögregluna vegna Magnúsar.

Nágranninn hafi ákveðið að pakka niður í tösku og gista annars staðar, enda var honum verulega brugðið eftir árásina.

„Maður er heima hjá sér. Þetta er heimili manns. Að vera barinn svona upp úr þurru við það að opna heimili sitt ég get ekki ímyndað mér óþægilegri aðstöðu.

Taldi nágranninn að Gylfi hafi ætlað að ræða við Magnús um árásina og reyna að leysa málið á friðsamlegum nótum. Hafi hann ráðið Gylfa frá því enda væri ástand Magnúsar slíkt að ekki væri hægt að ræða við hann. Gylfi hafi verið góður maður og lílegur til að vilja leysa málið með friðsömum hætti.

Fjarlægði vinstri reimar úr skóm

Varðandi samskipti sín við Magnús fyrir árásina sagði nágranninn að þau hefðu verið lítil. Hann hefði orðið mikið var við Magnús, enda væru oft mikil læti í honum. En líklega hafi þeir aðeins talað saman í tvígang.

Í annað skiptið hafi nágranninn orðið reiður því Magnús var að skella hurð. Hann hafi því stigið fram á gang til að ræða við hann. Þá hafi Magnús sakað hann um að vera að fylgjast með sér.

Magnús hafi líka hrekkt íbúa. Til dæmis hafi hann sett miða í skó þar sem á stóð – Ég elska ykkur, fjarlægt allar vinstri reimar úr skóm og gert dyraat. Nágranninn hafi þó ekki óttast Magnús fyrr en eftir árásina.

„Ég hélt að hann fílaði okkur og vildi vera vinur okkar.

Lýsti hann óþægilegri tilfinningu sem hann fékk þegar hann hafði spjallað við Magnús.

„Mér leið eins og hann væri að horfa í gegnum mig en ekki á mig.

Nágranninn segir að hann hafi upplifað mikla ógn eftir árásina enda hefði auðveldlega geta farið illa.

„Að minni upplifun hefði ég dottið þarna aftur fyrir mig niður stigann hefði vel getað farið verr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar