fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 15:01

Saksóknarar í dómsal í dag. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem voru kallaðir út í Barðavog báru vitni fyrir dómi í dag.

Lögreglukona sem var fyrst á vettvang sagði að Magnús hefði tekið á móti þeim alblóðugur. „Og hann var alblóðugur og sagði mann hafa ráðist á sig. Magnús sagðist hafa rotað þann mann. Við spurðum hvar sá maður væri“

Þá hafi Magnús vísað þeim á Gylfa sem hafi legið hreyfingarlaus á jörðinni. Lögreglukonan fór þá strax að kanna lífsmörk, púls og öndun. Hún sagði að Gylfi hefði verið „mjög illa farinn í andlitinu. Blóðugur og lá hreyfingarlaus.“

Í grasinu þar sem höfuðið lá var djúp hola. Greindi hún svo frá að Gylfi hafi verið settur í hliðarlegu í þeirri von að hann gæti þá andað, en hann var með blóð í munni. Hún sagði að Magnús hefði á þessum tíma verið mjög rólegur, en þó óútreiknanlegur.

Fleiri lögreglumenn sem báru vitni tóku undir þessa lýsingu og sögðu að Magnús hefði verið alltof rólegur í ljósi þess hvað hefði átt sér stað.

„Hann var nú rólegur og kannski svolítið sérstakur svona í fasi og framkomu. Eins og hann tæki þessu ekki svo alvarlega sem gerðist, eða ég upplifði það þannig,“ sagði einn og tók fram að það væri líkt og Magnúsi væri alveg sama.

„Mig minnir að hann hafi verið frekar rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við, eins og útkallið hljómaði og ég kem þarna það er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, sjúkrabílar og margir lögreglumenn,“ sagði annar og tók einnig fram að Magnús hefði notað orðið yfirbuga – að hann hafi þurft að tryggja að hann væri búinn að yfirbuga Gylfa. Fannst lögreglumanninum það undarlegt orðalag. „Það sat svolítið í mér þetta orð“.

Mikið var rætt um atvik sem átti sér stað eftir að Magnús hafði verið færður í fangaklefa, en þar ræddu lögreglumenn við hann um hvað hefði átt sér stað og var samtalið tekið upp á búkmyndavélar. Virtist verjandi velta því fyrir sér hvort þarna hafi verið um óformlega yfirheyrslu að ræða og hvort Magnús hefði verið meðvitaður um yfirheyrsluna og um rétt sinn til að hafa verjanda viðstaddan.

Greindu lögreglumenn frá því að strax í lögreglubílnum hafi Magnúsi verið kynnt réttarstaða sakbornings. Hann hafi verið meðvitaður um stöðu sína og samt ákveðið að taka þátt í áðurnefndu samtali, en myndband úr búkmyndavélinni var spilað í dómsal fyrr í dag, en frásögn Magnúsar þar var ekki í samræmi við þá skýrslu sem hann gaf í dag. Vildi verjandi vita hvort að lögreglumennirnir sem ræddu við Magnús hefðu fengið fyrirmæli um slíkt. Því neituðu lögreglumenn og sögðust aðeins hafa verið að reyna að fá mynd á atvik enda hefði ekkert verið rætt við Magnús á þeim tíma. Kveikt hafi verið á búkmyndavélum því lögreglumenn hafi þann vanann að gera slíkt þegar rætt er við sakborninga eða vitni.

Lögreglumaðurinn sem flutti Magnús á lögreglustöðina á Hverfisgötu greindi frá því að það hafi ekki verið fyrr en þá, þegar hann heyrði að héraðslæknir hefði verið boðaður á vettvangi í Barðavogi, sem hann áttaði sig á því að brotaþoli, Gylfi, væri látinn.

Sjá einnig: Rafmagnað andrúmsloft við aðalmeðferð í Barðavogsmálinu – „Ég var illa sofinn ég man það, ég var þreyttur afar þreyttur“
Sjá einnig: Magnús réðst á annan nágranna kvöldið áður sem upplifði ofsahræslu og íhugaði að flytja – „Mamma læsti bara bílnum þegar hún sá hann“
Sjá einnig: Rannsóknarlögregla og starfsmenn tæknideildar lýstu aðkomunni í Barðavogi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“