fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Kona sem rekin var frá Sóltúni krafðist skaðabóta – Sögð hafa deilt viðkvæmum sjúkraupplýsingum um manneskju tengda landlækni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. mars 2023 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á föstudag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. mars 2022 þar sem hafnað er 8 milljóna kröfu konu sem rekin var úr starfi frá hjúkrunarheimili. Brottrekstrarsökin var sú að hjúkrunarheimilið taldi konuna hafa deilt upplýsingum úr sjúkraskrám heimilisins til óviðkomandi aðila. Konan neitaði þessu fyrir dómi.

Málsatvik eru rakin í hinum staðfesta dómi Héraðsdóms og þar kemur fram konan hafi undirritað þagnarheit þar sem hún hét því að gæta trúnaðar og þagnaskyldu í starfi sínu. Hún hafi jafnframt skrifað undir yfirlýsingu vegna aðgangs að sjúkraskrám hjúkrunarheimilisins og þar staðfest að hún hafi lesið reglur um notkun sjúkrarskrárupplýsinga og hafa heitið að fara í einu og öllu eftir þeim. Síðan segir orðrétt um málsatvik í nafnhreinsuðum dómi héraðsdóms:

„6. Hinn 18. febrúar 2021 barst framkvæmdastjóra stefnda ábending […] þess efnis að upplýsingar úr sjúkraskrá íbúans væru til umræðu á samfélagsmiðlum. Um var að ræða upplýsingar um að […].

7. Meðal gagna málsins er færsla nafngreindrar konu á frá [samfélagsmiðill]. Þar kemur fram að […]. Nánar tiltekið segir: […] Jafnframt birti sami einstaklingur aðra færslu þar sem þetta atvik var áréttað og tekið fram að […].“

RÚV upplýsir í gær að hjúkrunarheimilið sem hér átti í hlut sé Sóltún og að sjúklingurinn sem lekið var upplýsingum um tengist Ölmu Möller, landlækni, fjölskylduböndum. Umræðurnar á samfélagsmiðlum endurspegluðu meðal annars neikvæða afstöðu til bólusetninga gegn Covid-19. Sóltún hrinti af stað rannsókn meðal starfsfólks heimilisins og kom í ljós að umræddur starfsmaður tengdist tveimur konum sem höfðu rætt upplýsingarnar á samfélagsmiðlum. Var hún þá kölluð til fundar hjá framkvæmdastjóra hjúkrunar, hjúkrunarstjóra og persónuverndarfulltrúa. Í texta héraðsdóms segir að stjórnendurnir haldi því fram að hún hafi viðurkennt að hafa rætt málefni sjúklingsins við eina af konunum sem ræddu upplýsingarnar á samfélagsmiðlum, en hún neitaði því fyrir dómi að hafa viðurkennt það:

„Stefnanda mun hafa verið sýnd mynd af […] þar sem hún var ásamt fimm konum, þar með talið tveimur sem höfðu tjáð sig um upplýsingarnar á […]. Hún var spurð um tengsl sín við umrædda aðila og kvaðst hún þekkja aðra konuna, C. Aðila greinir á um hvað fór að öðru leyti fram á fundinum. Stefndi telur stefnanda hafa staðfest
að hún hefði rætt málefni íbúans við umrædda konu, […]. Hins vegar telur stefnandi atvik ekki hafa verið með þessum hætti og að hún hafi aðeins staðfest að hún þekkti C.“

Allir aðrir sem voru á fundinum, samtals þrír stjórnendur, staðfestu hins vegar fyrir dómi að konan hefði játað lekann á fundinum. Því hefði ekki annað komið til greina en að segja henni upp störfum enda brotið mjög gróft.

Það var niðurstaða héraðsdóms, sem Landsdómur hefur núna staðfest, að Sóltúni hafi verið heimilt að segja konunni upp störfum og er því kröfum hennar hafnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“