fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. mars 2023 10:16

Örn Svavarsson (t.v.) og Jörgen Pedersen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á liðnu ári hafa fjöl­miðlar á Íslandi ít­rekað borið fram al­var­leg­ar og ærumeiðandi ásak­an­ir á hend­ur Vott­um Jehóva,“ segir Jörgen Pedersen í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 18. mars síðastliðinn. Jörgen er stjórnarformaður trúfélgs Votta í Noregi en tilefni greinar hans er umfjöllun íslenskra fjölmiðla um meint ofbeldi innan söfnuða félagsins, meðal annars í sjónvarpi á liðnu ári. Jörgen segir:

„Á liðnu ári hafa fjöl­miðlar á Íslandi ít­rekað borið fram al­var­leg­ar og ærumeiðandi ásak­an­ir á hend­ur Vott­um Jehóva. Það er í sjálfu sér áhyggju­efni að þess­ar staðlausu ásak­an­ir skuli vera birt­ar. Það er ekki síður al­var­legt mál að Vott­ar Jehóva skuli ekki hafa fengið tæki­færi til að tjá sig um þess­ar ásak­an­ir áður en þær voru birt­ar. Að gæta ekki hlut­lægni og ná­kvæmni í miðlun upp­lýs­inga til al­menn­ings er brot gegn 26. grein fjöl­miðlalaga.“

Jörgen sakar þá sem hafa stigið fram í viðtölum um ósannindi. Hann segir ennfremur:

„Vott­ar Jehóva eru vel þekkt alþjóðlegt trú­fé­lag. Safnaðar­menn eru 8,6 millj­ón­ir á heimsvísu og söfnuður­inn hef­ur starfað á Íslandi í næst­um 100 ár. Vott­ar Jehóva virða rétt hvers og eins til að ákveða hvaða trú­ar­skoðanir hann aðhyll­ist, ef þá ein­hverj­ar. Rann­sókn­ir fræðimanna hafa sýnt fram á að vott­ar Jehóva „bera mikla virðingu fyr­ir líf­inu og mann­legri reisn“ og trú­ar­kenn­ing­ar þeirra „ein­kenn­ast af ríku­legu val­frelsi og frelsi til að taka eig­in ákv­arðanir“.“

Útskúfun úr samfélaginu

Örn Svavarsson, stofnandi Heilsuhússins, er einn þeirrra sem stigu fram í áðurnefndum sjónvarpsviðtölum, auk þess sem hann hefur tjáð sig um trúfélagið í aðsendum greinum. Örn sér sig knúinn til að svara grein Norðmannsins og birtir grein í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir:

„Þar sem ég tók þátt í umræðunni um Vott­ana í kjöl­far sjón­varps­viðtala á síðasta ári og tjáði mig um mína reynslu, mun ég vera í hópi þeirra sem stjórn­ar­formaður norskra Votta Jehóva dylgj­ar um. Því vil ég árétta að ég var al­inn upp sem vott­ur Jehóva frá blautu barns­beini af mjög trúheitri móður. Fyr­ir ákafa hvatn­ingu henn­ar og frek­ari örvun annarra votta lét ég skír­ast aðeins tíu ára gam­all, enda höndluðum við sann­leik­ann og veg­ur framtíðar blasti ljós­lif­andi við okk­ur, Harma­geddon og ei­líf jarðnesk para­dís þar hand­an við.“

Örn vísar því á bug að hann og aðrir sem vitnað hafa um reynslu sína af Vottum Jehóva fari með ósannindi. Hann segir að valfrelsi meðal Votta Jehóva, sem Jörgen staðhæfir að sér virt, sé ekki meira en það að það hafi í för með sér útskúfun út samfélaginu ef meðlimir ganga af trúnni. Hann lýsir meðferðinni á þeim sem snúa baki við trúnni með eftirfarandi hætti:

„Vott­ur sem miss­ir trúna á guðinn Jehóva og fé­lag hans, eða vel­ur að lifa sínu lífi með öðrum hætti en fé­lagið býður, er rek­inn. Fólk er smánað. Útskúf­un þar sem öllu þess fólki, æsku­vin­um jafnt sem frænd­fólki, nán­ustu fjöl­skyldu, jafn­vel systkin­um, for­eldr­um og börn­um er bannað að hafa við það nokk­urt sam­neyti, er and­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd. Þegar heilt sam­fé­lag tek­ur sig sam­an um að leggja fæð á einn ein­stak­ling, þegar heill söfnuður fær fyr­ir­mæli frá sín­um and­legu leiðtog­um um að hunsa einn úr sín­um hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frek­ar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slík­ar öfga­full­ar aðgerðir einelti á hæsta stigi og hróp­leg brot á mann­rétt­ind­um.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt