Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú með mikinn viðbúnað við skemmtistaðinn Dubliner við Naustin 1, en samkvæmt sjónarvottum virðist sem hleypt hafi verið af skotvopni inni á eða við staðinn nú fyrir skömmu.
Samkvæmt sjónarvotti var líklega um haglabyssu að ræða.
„Hann kom þarna inn með covid-grímu og hafði rætt stuttlega við starfsfólk um að komast á efri hæðina sýndist mér,“ sagði sjónarvottur sem DV ræddi við.
„Svo virðist hann hafa miðað þarna efst á barinn og hleypt af og hljóp svo út.“
DV hefur ekki upplýsingar um hvort handtaka hafi átt sér stað. Samkvæmt sjónarvotti fundust högl í vegg og skilti sem hékk ofan við bar veitingastaðarins.
Meðfylgjandi eru myndir og myndband frá vettvangi. Myndefni er aðsent.