Madama Butterfly, Haraldur Þorleifsson að svara Elon Musk á Twitter, Eurovision-keppnin framundan og Hinsegin þing um helgina eru til umræðu í Fréttavaktinni þar sem Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó paradísar og Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 gera upp fréttir liðinnar viku.
Björk Eiðsdóttir ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins ræðir forsíðuviðtal við Einar Bárðarson, viðtöl við Kvennalistakonur að tilefni 40 ára afmæli Kvennalistans á mánudaginn og nærmynd af Diljá Pétursdóttur sigurvegara Söngvakeppninnar.
Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar í gær, fimmtudaginn 9. mars. Verðlaunin sjálf verða afhent miðvikudagskvöldið 22. mars. Arnar Eggert Thoroddssen tónlistarrýnir gerir upp tilnefningarnar í léttu spjalli.