Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að í samningi fjármálaráðuneytisins og Íslaga sé kveðið á um að tímaskýrslur skuli fylgja reikningum. Segir Fréttablaðið að ekki sé annað að sjá en ráðuneytið hafi ítrekað greitt háar fjárhæðir til Íslaga á grundvelli samnings sem Íslög þverbrutu.
Margir muna eflaust eftir nöfnum Íslaga og Steinars Þórs en þau tengjast Lindarhvolsmálinu sem hefur mikið verið til umfjöllunar síðustu vikur.
Hluti af reikningunum, sem nefndir eru hér að ofan, eru vegna Lindarhvols.
Íslög og Steinar Þór rukkuðu 18.000 krónur fyrir hverja klukkustund og því hefur fjármálaráðuneytið greitt fyrir 10.000 vinnustundir án þess að tímaskýrslur hafi fylgt reikningunum.
Samkvæmt lögum á að bjóða öll innkaup opinberra aðila út ef þau fara yfir 15,5 milljónir, á verðlagi ársins 2016. Það er ljóst að það var ekki gert.