fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Fjármálaráðuneytið greiddi Steinari Þór fyrir 10.000 klukkustunda vinnu án þess að fá tímaskýrslur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2016 hefur fjármálaráðuneytið greitt Íslögum, lögfræðistofu í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, rúmlega 181 milljón króna, auk virðisaukaskatts, fyrir ýmsa lögfræðiþjónustu. Engar tímaskýrslur voru lagðar fram fyrir þeirri vinnu sem rukkað var fyrir. Því virðist sem reglur um útboð vegna opinberra innkaupa hafi verið brotnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að í samningi fjármálaráðuneytisins og Íslaga sé kveðið á um að tímaskýrslur skuli fylgja reikningum. Segir Fréttablaðið að ekki sé annað að sjá en ráðuneytið hafi ítrekað greitt háar fjárhæðir til Íslaga á grundvelli samnings sem Íslög þverbrutu.

Margir muna eflaust eftir nöfnum Íslaga og Steinars Þórs en þau tengjast Lindarhvolsmálinu sem hefur mikið verið til umfjöllunar síðustu vikur.

Hluti af reikningunum, sem nefndir eru hér að ofan, eru vegna Lindarhvols.

Íslög og Steinar Þór rukkuðu 18.000 krónur fyrir hverja klukkustund og því hefur fjármálaráðuneytið greitt fyrir 10.000 vinnustundir án þess að tímaskýrslur hafi fylgt reikningunum.

Samkvæmt lögum á að bjóða öll innkaup opinberra aðila út ef þau fara yfir 15,5 milljónir, á verðlagi ársins 2016. Það er ljóst að það var ekki gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“