fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Margrét sakfelld fyrir líflátshótun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 16:00

Margrét Friðriksdóttir með lögmanni sínum, Arnari Þóri Jónssyni við aðalmeðferð máls þar sem hún var sökuð um hótanir í garð Semu Erlu. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, stofnandi og ritstjóri fjölmiðilsins Fréttin.is, hefur verið sakfelld fyrir líflátshótun gegn Semu Erlu Serdar, baráttukonu og stofnanda hjálparsamtakanna Solaris.

Dómurinn hefur ekki verið birtur en saksóknari Lögreglustjórans í Reykjavík hefur staðfest í tölvupósti til DV að Margrét hafi verið sakfelld og dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Brotið varðar 233. grein almennra hegningarlaga en hún hljóðar svo:

„Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.“

Atvikið átti sér stað fyrir utan Benzin Cafe við Grensásveg sumarið 2018, en Margrét veittist að Semu Erlu er hún kom á staðinn.

Sjá einnig: Réttað yfir Margréti Friðriks vegna meintrar árásar á Semu Erlu– „I will kill you, you evil fucking bitch“

Margrét hótaði Semu Erlu með orðunum: : ,,Ég drep þig fokking ógeðslega tíkin þín“ eða „Im gonna kill you, you fucking bitch“. Í ákæru segir að hótunin hafi verið til þess fallin að vekja hjá Semu Erlu ótta um líf sitt, heilbrigði og velferð.

Í dómum kemur fram að Margrét hefur einu sinni hlotið dóm og tvisvar gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota. Sá sakaferill hafði ekki áhrif á dómsniðurstöðuna.

Við ákvörðun refsingarinnar var tekið tillit til þess hve langt er liðið frá atvikinu, eða um fimm og hálft ár.

Sjá einnig: Sema Erla tjáir sig um dóminn yfir Margréti – Segir hana hafa áreitt sig frá árinu 2014

Fyrir dómi kvaðst Margrét hafa orðið reið þar sem Sema Erla hefði, í gegnum símtal, látið vísa henni og kærasta hennar út af staðnum. Hafi hún verið á leiðinni á staðinn ásamt sex öðrum manneskjum. Þennan framburð mat dómari ekki trúverðugan en telur að Sema Erla hafi ekki vitað að Margrét væri á staðnum:

„Af útprentunum af samskiptamiðlum sem liggja frammi í málinu verður ekkert ráðið sem réttlætt getur háttsemi ákærðu eða gert hana refsilausa. Þvert á móti verður af þeim ráðið að ákærða hafi um langt skeið látið ýmis óviðurkvæmileg orð falla um brotaþola. Þá bendir framburður vitna fyrir dóminum ekki til þess að ákærða hafi haft ástæðu til að telja sér ógnað. Brotaþoli virðist ekki hafa vitað af því að ákærða væri á staðnum og framburður ákærðu um að brotaþoli hafi komið ásamt mörgum konum virðist ekki eiga við rök að styðjast. Þá verður ráðið af framburði vitna að brotaþoli hafi verið róleg og reynt að fá ákærðu til að stilla sig en ákærða hafi hins vegar verið æst og jafnvel verið orðin það inni á veitingastaðnum áður en hún hitti brotaþola.“

Þá segir ennfremur í niðurstöðu dómsins:

„Samkvæmt 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 varðar það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að hafa í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra. Við mat á því hvort ummæli ákærðu falli undir ákvæðið skiptir ekki máli hvort ákærða ætlaði sér í raun að láta verða af hótunum sínum heldur hvort hótunin var hlutrænt séð til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola um líf sitt og velferð. Líflátshótanir eru í eðli sínu til þess fallnar að vekja ótta. Brotaþoli greindi frá því að hún hefði óttast ákærðu, sérstaklega í ljósi fyrri framkomu hennar í sinn garð. Þá hafa vitni staðfest að henni hefði verið brugðið og hún verið óttaslegin. Í ljósi alls framangreinds verður ákærða sakfelld og er háttsemi hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru.“

Auk 30 daga skilorðsbundins fangelsis var Margrét dæmd til að greiða verjanda sínum, Arnari Þóri Jónssyni, rétt rúma milljón króna í málsvarnarlaun.

Margrét neitar að taka út grófa Facebook-færslu þrátt fyrir beiðni dómarans

Fréttin hefur verið uppfærð

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir