fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Krefjast aukafundar vegna Strætó – Telja meirihlutann vilja losna við óþægilega umræðu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands hafa krafist þess í sameiningu að haldinn verði aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni til að ræða málefni Strætó bs.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir í samtali við DV að krafan sé sett fram í þeim tilgangi að ná fram umræðum og afgreiðslu á tillögum þessara flokka um mikilvæg málefni Strætó, sem eru aðkallandi um þessar mundir.

  • Annars vegar er um að ræða tillögu Sjálfstæðisflokksins um að málefni Klapp-greiðslukerfisins verði rædd í borgarstjórn og að óháðu ráðgjafarfyrirtæki verði falið að gera úttekt á kerfinu og koma með tillögur til úrbóta. Hins vegar er um að ræða tillögu Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg vinni gegn frekari útvistun hjá Strætó.
  • Báðar tillögurnar voru á útsendri dagskrá fundar borgarstjórnar í gær, 7. febrúar. Þegar fundurinn hafði staðið í um sex klukkustundir en einungis þremur málum verið lokið á þeim tíma, kom tillaga frá forseta um að taka fjögur mál af dagskrá í þeim tilgangi að ljúka fundinum fyrir kvöldmatartíma. Tillagan var síðan samþykkt með atkvæðum meirihlutaflokkanna og voru málefni Strætó því ekkert rædd á fundinum í gær þrátt fyrir ærið tilefni.
  • Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæltu þessum vinnubrögðum enda augljóst að fulltrúar meirihlutans töfðu fundinn vísvitandi í því skyni að koma í veg fyrir að þar færi fram umræða um málefni Strætó. Það hefur hingað til verið meginreglan í borgarstjórn Reykjavíkur að klára dagskrána, jafnvel þótt það þýði að fundir standi fram á kvöld. Í gær var fundi hins vegar lokið fyrir kvöldmat, greinilega til að koma í veg fyrir að þar færu fram óþægilegar umræður um málefni Strætó.
  • Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun þegar fulltrúar meirihlutans tóku áðurnefnd mál af dagskrá:

,,Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að umræður um Klapp-greiðslukerfi Strætó fari fram eins og dagskrá fundarins kveður á um. Um er að ræða mál, sem snýst um mikilvæga þjónustu við Reykvíkinga og varðar mikla fjárhagslega hagsmuni. Óviðunandi er að meirihlutinn dragi umræður í borgarstjórn vísvitandi á langinn og neiti að taka dagskrármál til umræðu í því skyni að losna við umræður um óþægileg mál, eins og hér er að gerast.“

  • Umrædd ákvörðun meirihlutans brýtur í bága við ákvæði 27. greinar sveitarstjórnarlaga og 34. grein samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar, sem kveður á um þann rétt borgarfulltrúa, að tekið verði á dagskrá borgarstjórnarfundar hvert það málefni sem varðar hagsmuni sveitarfélagsins. Ákvörðun um að fella niður stóran hluta dagskrármála með því að takmarka fundartíma og ljúka fundi skyndilega getur ekki samrýmst áðurnefndu lagaákvæði.
  • Strax eftir að dagskrártillaga meirihlutans hafði verið samþykkt í krafti meirihluta atkvæða, lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands til sameiginlega að haldinn yrði aukafundur borgarstjórnar í vikunni svo unnt yrði að taka fyrir áðurnefnd mál. Enn á eftir að boða til fundarins en hingað til hefur venjan verið sú að slíkir aukafundir eru haldnir eins skjótt og auðið er. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“