Þetta sagði Oleksii Reznikov, þáverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, um helgina. Reznikov var vikið úr embætti um helgina vegna rannsókna á spillingarmálum innan úkraínska stjórnkerfisins.
Bandarísk stjórnvöld staðfestu á föstudaginn að meðal þeirra vopna, sem eru í nýjasta hjálparpakkanum til Úkraínu, séu langdræg flugskeyti sem drífa allt að 150 km. Fram að þessu hafa Úkraínumenn aðeins fengið flugskeyti sem drífa um 80 km.
Reznikov sagði fréttamönnum að flugskeytunum verði aðeins beitt gegn rússneskum hersveitum sem eru á herteknum úkraínskum landsvæðum.
Sky News segir að hann hafi einnig sagt að reiknað sé með að Rússar hefji sókn nú í febrúar en Úkraínumenn hafi getu til að hindra framsókn rússneska hersins.