fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Pútín vill stöðva skotárásir á rússnesk landsvæði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:00

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað tugi þúsunda lífið, milljónir hafa hrakist á flótta og gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Úkraínu. En stríðið hefur einnig áhrif í Rússland. Fyrir utan allt mannfallið, talið er að Rússar hafi misst tugi þúsunda hermanna, hafa íbúar í héruðunum, sem liggja að Úkraínu, fundið fyrir stríðinu.

Landamærahéruðin eru innan skotfæris úkraínska hersins og þótt Úkraínumenn hafi ekki gert margar árásir á þessi héruð þá finna íbúarnir fyrir stríðinu og flytja hefur þurft marga á brott og finna þeim nýtt heimili.

Á fundi Marta Khusnulinn, varaforsætisráðherra Rússland, og Vladímír Pútíns, forseta, á miðvikudaginn ræddu þeir stöðuna í landamærahéruðunum. Sagði Khusnullin að í Belgorod-, Kursk- og Brjansk-héruðunum sé staðan þannig að það þurfi að finna mörgum íbúum nýtt heimili vegna þess að bein ógn steðji að lífi þeirra. TASS skýrir frá þessu.

Fram kemur að mörg þúsund íbúar í héruðunum hafi þurft að yfirgefa heimili sín en svæðin, sem þeir koma frá, eru samtals 108.000 ferkílómetrar að stærð.

Khusnullin sagði Pútín að kostnaðurinn við þetta sé sem svarar til um 18 milljarða íslenskra króna og að búið sé að útbúa húsnæði sem fólkið getur farið í og koma upp viðeigandi innviðum.

Pútín minnti á að hann hefði fundað með héraðsstjóranum í Belgorod í síðustu viku og hafi þá gefið honum „sérstök fyrirmæli“ um að stöðuna í héraðinu, hvernig aðstoða skuli íbúana og „fjjölda annarra mála“.

„Að sjálfsögðu er forgangsatriði að uppræta hættuna á að skotið verði á svæðin en það er hlutverk hersins,“ sagði Pútín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta