fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Suður-Afríka á barmi algjörs hruns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 17:10

Svokallað flöskuljós í fátæktarhverfi í Olievenhoutbosch. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-Afríka er á barmi hruns vegna viðvarandi orkuskorts og líkum á að orkuinnviðir landsins hreinlega gefi sig endanlega á næstu dögum. Slíkt gæti leitt til fjöldaóeirða sem gætu þróast út í hálfgerða borgarstyrjöld. Þetta kemur fram að í umfjöllun News.com um ástandið í landinu.

Í henni kemur fram að sendiráð vestrænna landa, eins og Bandaríkin og Ástralía, hafa ráðlagt ríkisborgurum sínum í landinu að hamstra vatn og mat og halda sig innandyra ef til þess kemur að rafmagn slái út og verði ekki aðgengilegt í einhvern tíma.

Tíðni glæpa aukist mikið

Ástandið hefur verið slæmt í nokkurn tíma en farið hríðversnandi undanfarna daga. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, lýsti yfir neyðarástandi í landinu þann 9. febrúar vegna orkuskortsins. Orkufyrirtækið Eskom, sem er í ríkiseigu, hefur undanfarið skammtað rafmagn sem hefur þýtt að sumstaðar hefur rafmagnsleysi varað upp undir 12 klukkustundir og haft afar neikvæð áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins.

Auk augljósra óþæginda fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir þá er mikil hætta á því að alda innbrota og ofbeldis gangi yfir landið í rafmagnsleysinu. Nú þegar hefur tíðni glæpa aukist mikið og það gæti versnað gríðarlega ef raforkukerfi landsins fer algjörlega á hliðina.

Lifði af blásýrueitun

Ástæðan fyrir þessum hörmungum er margþætt en fráfarandi forstjóri Eskom, André de Ruyter, kennir landlægri spillingu í Suður-Afrísku stjórnkerfi um. De Ruyter tók við embætti árið 2020 og hét því að berjast gegn spillingu í hinum opinbera geira. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði og degi eftir afsögn hans í desember á þessu ári var  reynt var að eitra fyrir forstjóranum þegar blásýru var laumað út í kaffibolla hans. De Ruyter lifði þó tilræðið af en hann hefur eignast fjölda óvina eftir að hafa meðal annars greint frá ítökum glæpahópa í orkugeiranum.

Algjört hrun eitthvað sem þarf að undirbúa sig fyrir

Þó ólíklegt sé að orkukerfi landsins leggist alveg á hliðina þá eru slíkar hamfarir sannarlega orðnar möguleiki sem ráðamenn í Suður-Afríku þurfa að undirbúa sig fyrir. Í áðurnefndri umfjöllun kemur fram að það gæti tekið 6-14 daga að endurræsa raforkukerfið sem gæti haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þá kemur fram að stærri fyrirtæki í landinu séu þegar farnar að undirbúa sig fyrir slíkt með því að koma sér upp vararafstöðvum.

Orkuskorturinn er ekki eina vandamálið sem herjar á Suður-Afríku. Verðbólgan í landinu er 7 prósent og atvinnuuleysi rúmlega 32 prósent. Þá hefur gjaldmiðilinn, suður-afríska randið, hríðfallið undanfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít