Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur selt alls 3.700 miða á fjóra tónleika sem ráðgerðir eru í Háskólabíói dagana 10-11. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt Vísis sem birtist fyrir stundu.
Alls eru 4.000 miðar í boði á tónleikana og miðaverðið er 5.000 krónur. Ingó hefur því selt miða fyrir 18,5 milljónir króna og það þrátt fyrir að auglýsa tónleikana ekki á nokkurn hátt heldur sjá sjálfur um miðasöluna, aðallega í gegnum Facebook.
Í samtali við Vísi kveðst Ingó spenntur fyrir tónleikaröðinni en um er að ræða í fyrsta skipti sem hann skipuleggur slíka tónleika einn síns liðs.