Talsmaður samtaka sem berjast gegn laxeldi í sjókvíum segir að færa verði allt laxeldi upp á land. Villti stofninn sé að eyðileggjast.
Björn Þorleifsson ræðir við Óttar Yngvason lögmann.
Greiðasta leiðin fyrir íslensk fyrirtæki sem vilja hasla sér völl með vöru sína og þjónustu í útlöndum er á Facebook sem þekkir allar leiðirnar að lífi og löngun fólks, segir framkvæmdastjóri íslensks sölufyrirtækis.
Sigmundur Ernir Rúnarsson ræðir við Þórönnu Kristínu Jónsdóttur markaðssérfræðing hjá Entravision.
Seinni undanúrslit Söngvakeppninnar fóru fram á laugardag. Sigurvegari Söngvakeppninnar keppir fyrir Íslands hönd á Eurovision-keppninni í Liverpool í maí. Margrét Erla Maack ræðir við Odd Ævar Gunnarsson blaðamann á Fréttablaðinu.