fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Kári segir ráðherra hafa viðrað þá hugmynd að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 íslenskum föngum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. febrúar 2023 11:27

Jón Gunnarsson og Kári Stefánsson. Myndin er samsett og speisuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hafi viðrað þá hugmynd við sigað gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum til að sjá hvort að þau gætu bætt líf þeirra og þá sem samfélagsþegna.

Opinn gagnvart nýstárlegum aðferðum

Kári er nýjasti gestur hlaðvarpsþáttarins Spjallið með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast en í þættinum ræðir forstjórinn notkun hugvíkkandi efna á borð við psilocybin, ketamín, LSD og MDMA í í lækningaskyni frá mörgum hliðum.

Varðandi áðurnefnda hugmynd ráðherrans tekur Kári það fram að Jón hafi varpað henni fram í tveggja manna tali og hafi ekkert sérstaklega beðið hann um að hafa þetta ekki eftir sér.

„Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opinn huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fyndist þetta athyglisverð hugmynd.“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða sé víoða farin að hafa töluverð áhrif í samfélaginu.

Jákvæður gagnvart frekari rannsóknum

Kári segist almennt jákvæður fyrir frekari rannsóknum á efnunum en segir ekki enn vera búið að sýna fram á að efnin gagnist mönnum með sjúkdóma.

Menn hafi reynt að sýna fram á ágæti lyfjanna en þær rannsóknir hafa eingöngu átt sér stað í mjög litlum þýðum. Bendir hann á að stærri rannsóknir þurfi til svo að hægt sé að taka fullkomlega mark á þeim.

„Þessi hugvíkkandi lyf, þau oft á tíðum koma fólki á þann stað sem það hélt það kæmist ekki á. Þetta er svona hjálparhjól til að komast í þessa stórkostlegu upplifun sem sumir komast í við hugleiðslu. Það er að segja þetta getur hjálpað mönnum að komast á hina ýmsu staði sem þeir komust ekki á áður. Það í sjálfu sér leiðir mann á þann stað að spyrja; Hvað með fólk sem bara er ekkert lasið? Hvað með fólk sem lifir bara venjulegu lífi? Hvað með fólk sem hefur lítið ímyndunarafl og hefur aldrei liðið eins og það sé í snertingu við alheiminn? Er ekki allt í lagi að leyfa þeim að prófa þetta?,“ segir Kári.

Ekkert jafn spennandi og hugvíkkandi efni í 50 ár

Kári fullyrðir ekkert hafi komið fram í lyfjafræði heilasjúkdóma á síðastliðnum 50 árum sem sé jafn spennandi og hugvíkkandi efni. Bendir hann á að þessi lyf hafi áhrif á innihald meðvitundar sem er eiginleiki sem önnur geðlyf fram til þessa hafa ekki. Þess vegna bindi hann vonir við að þessi efni geti komið til með að auka lífsgæði mannskepnunnar.

„Ég er ekkert viss um nema að þetta gæti reynst merkileg lífsreynsla fyrir all flesta að fara í gegnum svona, og ég held meira að segja að það sé líklegra að þetta gagnist fólki, innan gæsalappa sem er heilbrigt heldur en þeim sem eru lasnir. Vegna þess að lasleikinn á oft á tíðum rætur sínar í mjög sértækum skemmdum í allskonar boðkerfum og mér finnst mjög ólíklegt að hugvíkkandi efni geti lagað slíkt. Það má vel vera að þessi efni geti komið mönnum á þann stað að svona hlutir geta lagast að sjálfu sér en þessi hugvíkkandi efni þau koma ekki til með að laga það. En ég held að það sé ekkert ólíklegt að venjuleg fólki, og svolítið óvenjulegu fólki, gæti gagnast að gera þetta.“ segir Kári að lokum.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum þar sem Kári ræðir almennt um hugvíkkandi efni. Til þess að nálgast viðtalið í heild sinni, og hlýða á ummælin um dómsmálaráðherra, þarf að kaupa áskrift á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar