fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Handrukkarar ruddust inn á Ragnar – „Þeir sögðu að þeir ætluðu að rústa allri íbúðinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. febrúar 2023 10:00

Ragnar Rúnar Þorgrímsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Rúnar Þorgeirsson varð fyrir vægast sagt óþægilegri reynslu í gær er þrír menn ruddust inn á heimili hans í Hafnarfirði, höfðu í hótunum við hann og óku síðan burtu á bíl hans eftir að hafa tekið bíllyklana traustataki.

Mennirnir töldu son Ragnars vera í skuld við sig en sonurinn er úti á sjó og býr auk þess ekki hjá Ragnari.

Ragnar fór yfir málið í Facebook-færslu sem hann gaf DV leyfi til að birta, en þar kemur meðal annars fram að hann var mjög sleginn eftir þessa fjandsamlegu heimsókn og titraði af skelfingu.

Ragnar hringdi í 112 eftir að mennirnir voru farnir og kom lögregla á vettvang. Lögreglan fann síðan bílinn nokkru síðar og mun Ragnar fá hann aftur í hendur eftir tvo til þrjá daga, þegar skoðun lögreglu á bílnum lýkur. Ragnar kemst svo að orði í Facebook-færslunni:

Eg sat i mestu makindum hér heima og var að horfa á sjónvarpið þegar það var bankað hjá mér og fyrir utan stóðu 3 menn og ruddust inn og spurðu mig hvort að strákurinn minn væri heima.

Eg sagði eins og var að hann væri út á sjó.

Einn þeirra átti í viðskiptum við strákinn minn og þeir voru uppdópaðir og heiftinn í þeim og mér var ekki sama en ég var samt hin rólegasti á meða á þessu stóð.

Einn þeirra fór um alla íbúð og rótaði í öllum skúffum og fór svo inn í eldhús og gramsaði í lyfjunum mínum.

Eg sagði við hann að þetta væri vítamín sem ég er að taka og hann lét það eiga sig og án þess að ég tæki eftir því þá tóku þeir bílykilinn af bílnum.

þeir sögðu að þeir ætluðu að rústa allri íbúðinni og stela sjónvarpinu og tölvunni og taka allt til að selja.

En þeir hættu við það því ég sagði að strákurinn ætti ekkert hérna sem satt var.

Sem er upp í skuld sem strákurinn á að hafa skuldað honum.

En ég var hinn rólegasti og sagði við þá að vera góðir.

Þá sagði þessi sem var í viðskiptum við strákinn minn.

Við verðum góðir við þig. En samt fannst mér að ég væri í lífshættu því heiftinn var svo mikil.

þegar þeir fóru þá andaði ég léttar og settist í hægindastólinn og sé svo að bíllinn minn hreyfist og ég stekk út og þá sé ég á eftir þeim að bakka bílnum mínum í burtu.

Eg fór strax í símann og hringdi í 112 og tilkynnti þetta til lögreglunar.

Eftir að stákarnir voru farnir þá kom áfallið þegar ég hringdi í 112. Eg titraði allur og skalf og ráfaði um íbúðina og vissi ekki hvernig ég átti að vera.

Svo kom lögreglan heim til mín og ég skýrði fyrir þeim hvað skeði og þau spurðu hvort mér hafi fundist ég vera í lífshættu.

Já mér fannst það því heiftinn var svo mikil og þeir voru uppdópaðir.

En svo tilkynnti lögreglan mér að þeir væru búnir að finna bílinn.

Eg fæ hann líklega eftir 2-3 daga þegar þeir eru búinn að skoða hann.

Eg sit núna einn heima og titra allur ennþá með dúndrandi hausverk en ég jafna mig vonandi,

Það sem ég skil ekki að hann skuli ráðast á mig.

Þetta er bara á milli þeirra. Hann á bara að láta mig í friði.

Vill ekki hlífa þeim

DV hafði samband við Ragnar vegna málsins laust fyrir kl. 10 í gærkvöld, nokkrum klukkustundum eftir atvikið. Aðspurður sagði Ragnar þá að honum liði dálítið betur. „En ég get ábyggilega ekki sofnað í kvöld,“ sagði hann.

Eins og greinir frá í færslunni hefur lögreglan þegar rætt við Ragnar vegna atviksins en hann mun leggja fram formlega kæru í dag, mánudag. „Ég fer á morgun og kæri þetta. Ég er ekkert að hlífa þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“