fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Þess vegna vill Pútín ekki ferðast flugleiðis

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 05:12

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu byrjaði Vladímír Pútín, forseti, að ferðast meira með brynvarinni járnbrautarlest sinni þegar hann ferðast innanlands, ekki það að hann hafi farið mikið erlendis því fáir vilja hitta hann. Það er ástæða fyrir þessu að sögn Mikhail Khodorkovsky, sem er þekktur rússneskur blaðamaður hjá Dossier Center.

Rússland er gríðarlega stórt land og það tekur langan tíma að ferðast á milli staða og þá sérstaklega ef fólk nýtir sér ekki flugvélar til langra ferðalaga.

Khodorkovsky segir að Pútín vilji helst ekki fljúga því hann sé hræddur. Hræddur um að einhver geti komist að því að hann sé í flugvél og í versta falli drepið hann. Ástæðan er að það er hægt að fylgjast með ferðum flugvéla í ýmsum kerfum en það er ekki hægt með járnbrautarlestir. Þess vegna getur Pútín setið áhyggjulaus, eða áhyggjulítill, í brynvarinni lest sinni.

Það hlýtur að auka á öryggiskennd hans að lestin lítur nánast eins út og aðrar lestir frá rússnesku járnbrautunum þegar horft er á hana utan frá.

En að innanverðu er hún allt öðruvísi. Þar eru svefnherbergi, baðherbergi og pláss fyrir þrjá bíla auk fylgdarliðs Pútíns.

Annars er lítið vitað um lestina og lítið er til af myndum af henni. Nýjasta myndin af Pútín í lestinni er sögð vera frá 2012. Lestin er sögð hafa verið tekin í gegn eftir það og sé nú enn glæsilegri en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Í gær

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“