Harðir bardagar standa yfir víða í Úkraínu, sérstaklega í Donetsk. Áður en fundur varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna hófst í Brussel í gær sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, að NATO verði að láta Úkraínumenn fá það sem þeir þurfa til að sigra í stríðinu.
Nielsen sagði að það sem Úkraínumenn þurfi einna helst séu orustuþotur. „Ég er ekki í neinum vafa um að þetta gerist á einhverjum tímapunkti. Umræðan mun þá snúast um hvernig flugvélar og hvenær,“ sagði hann.
Hann sagði að Úkraínumenn geti ekki fengið varahluti í orustuþotur sínar því það þurfi að kaupa þá af Rússum og að úkraínski flugherinn fari minnkandi því vélar séu skotnar niður. Hann sagðist því telja að NATO neyðist á einhverjum tímapunkti til að láta Úkraínumenn fá þær flugvélar sem Zelenskyy, forseti, hefur beðið um lengi.
„Það verður ekki hjá því komist. Tilhugsunin um að Úkraínumenn verði ekki með flugher eftir eitt ár gengur ekki upp,“ sagði hann.