Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, er búinn að boða samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins til sáttafundar í Karphúsinu klukkan níu í fyrramálið. Þetta staðfestir Ástráður í samtali við mbl.is.
Greint var frá því fyrr í dag að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefði sett Ástráð sem ríkissáttasemjara í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Störf hans sem ríkissáttasemjari munu einvörðungu snúa að ofangreindri vinnudeilu.
Ástráður settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og SA
„Nú er bara kvöldmatur og steiktur þorskur og allir glaðir. Svo byrjum við bara á morgun,“ segir Ástráður við Fréttablaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig.