Þetta kemur fram í stöðumati breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins í Úkraínu.
Samkvæmt tölum, sem ráðuneytið telur trúverðugar, þá féllu að meðaltali 824 rússneskir hermenn á dag. Þetta eru fjórum sinnum fleiri en að meðaltali í júní og júlí á síðasta ári.
Segir ráðuneytið að þetta mikla mannfall megi líklega rekja til margra þátta, til dæmis skorts á þjálfuðum hermönnum, skorts á samhæfingu og skorti á birgðum í fremstu víglínu, til dæmis við Vuhledar og Bakhmut.
Í Vuhledar skildu Rússar rúmlega 30 brynvarin ökutæki, sem eru nánast öll í lagi, eftir á vígvellinum að sögn ráðuneytisins. Segir það að rússnesku hermennirnir hafi hörfað eftir misheppnaða árás.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 12 February 2023
Find out more about the UK government's response: https://t.co/is1JQ7T8pE
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/4Fz8VPKU7g
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) February 12, 2023