Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, í samtali við TV2.
Hann sagði að þar sem Úkraínumenn viti að þeir eiga von á nýjum skriðdrekum geti þeir valið þá leið að vera sókndjarfari á vígvellinum því þeir þoli að skriðdrekar eyðileggist eða skemmist.
Hann sagði að sama staða sé uppi hjá Rússum. Þeir séu að standsetja gamla skriðdreka og þetta hafi gengið upp hjá þeim fram að þessu því þeir hafi komið skriðdrekunum á vígvöllinn en þeir missi einnig skriðdreka í bardögunum þar. Nú sé þetta kapphlaup stríðsaðila um að koma skriðdrekunum á vígvöllinn.