fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. desember 2023 17:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falsfrétt um að bóluefni við covid-19 hafi verið bönnuð á Íslandi gengur nú um netheima eins og eldur í sinu. Falsfréttin var skrifuð á vefsíðu bóluefnaandstæðinga sem kallast News Addicts.

„Ísland bannar covid sprautur þar sem óútskýrð dauðsföll hafa rokið upp,“ er fyrirsögnin sem skrifuð var á vefinn þann 25. nóvember síðastliðinn.

Segir þar að vegna „umframdauðsfalla, heilablóðfalla, blóðtappa, skyndilegra hjartaáfalla og annarra „óútskýrðra“ heilbrigðisvandamála sem haldi áfram að breiðast um heiminn hefur ríkisstjórn Íslands tekið ákvörðun um að banna covid mRNA sprautur á eyríkinu.“

Falsfréttinni hefur verið deilt meira en 1.300 sinnum á samfélagsmiðlum, einkum á miðlinum X en einnig á Facebook. Í henni er vitnað í bloggsíðu konu að nafni Sasha Latypova sem kom á ráðstefnu bóluefnandstæðinga á Íslandi í október síðastliðnum.

„Sex vikum seinna upplýstu skipuleggjendur ráðstefnunnar Latypova um að íslenska ríkisstjórnin hefði tilkynnt að frá næstu viku yrðu covid-19 sprautur ekki í boði á Íslandi,“ segir í falsfréttinni.

Aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma fái bólusetningu

Þar sem falsfréttin var komin á flug á samfélagsmiðlum leituðu fréttamiðlar skýringa. Fréttastofan Reuters fékk staðfestingu þann 29. nóvember á að íslensk stjórnvöld hefðu ekki bannað covid bóluefni. Einnig upplýsti Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, um að það væru engin bylgja dauðsfalla á Íslandi þessi misserin.

Að sögn Guðrúnar er núna verið að nota bóluefnið Comirnaty XBB.1.5/Pfizer gegn covid 19. Þetta haust hafi verið mælt með því fyrir alla sem eru 60 ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eru 5 ára og eldri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni

Fyrir og eftir gervihnattarmyndir sýna eyðilegginguna á Spáni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“
Fréttir
Í gær

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs

Læknar fresta verkfalli og boða til nýs
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hún óttaðist líka um líf sitt“

„Hún óttaðist líka um líf sitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu

Geir Haarde segir Steingrím J. hafa hótað sér í hruninu og verið höfuðpaurinn í Landsdómssamsærinu