fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð leggur til bætur fyrir fólk á biðlistum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. desember 2023 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi. Í tillögunni er kveðið á um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra að hefja vinnu við gerð frumvarps um að greiða bætur til einstaklinga sem hafa beðið á biðlistum eftir nauðsynlegum aðgerðum í opinbera heilbrigðiskerfinu lengur en í þrjá mánuði.

Meðflutningsmaður að tillögunni er hinn þingmaður Miðflokksins, Bergþór Ólason.

Í greinargerðinni segir að með þingsályktunartillögunni sé ráðherra gert að hefja vinnu við gerð frumvarps um að hafi sjúklingur þurft að bíða lengur en í þrjá mánuði eftir nauðsynlegum aðgerðum í heilbrigðiskerfinu skuli ríkið greiða viðkomandi bætur mánaðarlega.

Sigmundur Davíð og Bergþór telja að með þessu verði skapaður ákveðinn hvati fyrir bæði ráðherra og heilbrigðiskerfið til að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu og fækka biðlistum.

Í greinargerðinni segir enn fremur að biðlistar í heilbrigðiskerfinu hafi lengst síðustu ár og hægt hafi gengið að vinna á þeim. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 segi að aðgengi landsmanna að þjónustu sé á sumum sviðum misjafnt eftir búsetu, biðlistar eftir tilteknum aðgerðum of langir og þörfum fólks fyrir samfellda þjónustu sé ekki mætt sem skyldi. Jafnframt segi í skýrslunni að bregðast þurfi við biðlistum þar sem biðlistar eftir tilteknum aðgerðum séu í sumum tilvikum óhóflega langir.

Sigmundur Davíð og Bergþór telja að með þessari þingsályktunartillögu megi bæta samfélagið, þar sem einstaklingur sem þurfi í nauðsynlega aðgerð komist fyrr út í samfélagið. Markmið þingsályktunartillögunnar sé að stuðla að betra heilbrigðiskerfi og að tryggja einstaklingum jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu, óháð aldri og heilsufari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum

Landflótta norðurkóreskir hermenn segja norðurkóresku hermennina í Úkraínu vera úr úrvalssveitum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“

Eigandi rússnesks skips segir að því hafi verið sökkt vísvitandi – „Hryðjuverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“

Voru gerð mistök við val á íþróttamanni ársins? – „Mér brá óneitanlega mikið í kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“

Líkfundurinn var aðeins byrjunin á ótrúlegri fléttu – „Ruglað fólk gerir ruglaða hluti“