fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hannes Hómsteinn sakar nafntogað fólk um að hafa lekið fréttum um sig í fjölmiðla – „Ég veit um heimildarmennina í nánast öllum málunum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, fer mikinn á Facebook-síðu sinni í dag en þar sakar hann ýmsa nafntogaða einstaklinga eins og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, fyrrum alþingiskonu og núverandi verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu, sem og Guðmund Ólafsson, hagfræðing og fyrrverandi lektor, um að hafa lekið fréttum um sig í fjölmiðla á árum áður.

Tilefni skrifa Hannesar er frétt Heimildarinnar á dögunum sem snerist um fyrirspurn sem miðillinn sendi til lögreglunnar um hvort og hvernig tekið yrði á meintum leka ónefnds lögreglumanns í vefmiðilinn Nútímann um ástand þingkonunnar Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur þegar hún var handtekin á skemmitstaðnum Kíki á dögunum. Fréttin hefur vakið talsverða athygli í ljósi þess að miðlar þar sem rannsóknarblaðamennska er í hávegum höfð treysta yfirleitt á að slíkum gögnum sé lekið til þeirra og því þykir það afar einkennilegt að fókus Heimildarinnar sé hinum meinta leka frekar en að rannsaka hvort að áðurnefndur þingmaður hafi gerst brotlegur við lög eða mögulega siðareglur Alþingis.

Áður höfðu fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson sem og pistlahöfundar Viðskiptablaðsins skotið á Heimildina fyrir umfjöllunina en í morgun var gagnrýninni gerð skil á síðum Morgunblaðsins. Í tilefni af því tók Hannes sig til og birti færslu þar sem hann fer yfir fréttir um hann sem lekið hefur í fjölmiðla og í sumum tilvikum hverja hann telur að hafa verið á bak við lekana.

„Nú er Heimildin að reyna að finna heimildarmenn að fréttinni um handtöku þingmanns Pírata. Venjulega vilja fréttamenn vernda heimildarmenn og súpa sjálfir af lekunum. Það er ekki seinna vænna að snúa sér að þeim, sem leka. Ég hef margsinnis verið fórnarlamb leka, sem voru til þess gerðir að koma á mig höggi persónulega, spilla fyrir mér, ekki til að sinna upplýsingaskyldu fjölmiðla, og ég veit um heimildarmennina í nánast öllum málunum,“ skrifar Hannes Hólmsteinn og hefur síðan neðangreinda upptalningu.

Fréttirnar sem Hannes Hólmsteinn telur að hafi verið lekið um sig

1) Trúnaðaráliti dómnefndar um mig 1988 var lekið í Helgarpóstinn (og það var ekki Þorbjörn Broddason, sem lak í því, eins og ég hélt um skeið, en mágur hans var blaðamaður á Helgarpóstinum),

2) Rangri frétt um mig (að ég hefði ekki skilað skýrslu um skattamál) var lekið úr fjármálaráðuneytinu í Stöð tvö og til Inga Freys Vilhjálmssonar. Rósa Björk lak þessu, en hún var þá upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins.

3) Rangri frétt um mig og raunar samkennara mína í stjórnmálafræði (að við hefðum krafist þess, að Svanur Kristjánsson yrði rekinn) var lekið í DV. Guðmundur Ólafsson, vinur Svans, lak þessu, en fréttin brenglaðist í meðförum hans.

4) Furðufrétt um mig var lekið á Stöð tvö og víðar (að auk ýmissa stórfyrirtækja í opinberri eigu væri ég eini Íslendingurinn, sem nyti ríkisábyrgðar á American Express greiðslukorti mínu!). Sá, sem lak, starfaði þá hjá Lánasýslu ríkisins.

5) Frétt um styrki Landsbankans til ráðstefnuhalds, sem ég sá um, var lekið. Ég gerði ekkert í málinu. Sá, sem lak, starfsmaður bankans, var, held ég, dæmdur í fangelsi fyrir annan leka um aðra aðila.

6) Frétt um, að Ritið hefði hafnað ritgerð eftir mig, var lekið til Inga Freys Vilhjálmssonar. Það var ekki ritnefndin, sem lak, heldur annar aðili (en eflaust mun Ingi Freyr upplýsa þetta, úr því að tímarit hans ætlar að hafa upp á heimildarmönnum frétta! En ég veit, hver lak).

7) Frétt af samningi, sem ég gerði við Háskólann, um breytingar á starfstilhögun (í fullri sátt beggja aðila og án nokkurrar nauðungar), var lekið, og það gerði einn samkennari minn, en í meðförum hennar brenglaðist fréttin stórlega og varð mjög ónákvæm. Einnig eru til dæmi um, að samkennari minn hafi haft samband við fjölmiðla og viljað birta neikvæðar fréttir um mig, en fjölmiðlarnir höfðu ekki áhuga og létu mig vita. Fleira mætti nefna. Mér datt þetta sisvona í hug, úr því að Heimildin er að grafa upp heimildarmenn frétta!

Skrifar prófessorinn og klikkir út með upphrópun unga fólksins  „haha“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“