fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið í Drangahrauni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 16:56

Maciej Jakub Talik, Myndin var tekin við upphaf réttarhaldanna í október. Mynd: DV/KSJ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Maciej Jakub Talik í sextán ára fangelsi fyrir að stinga Jaroslaw Kaminski, meðleigjanda sinn, til bana þann 17. júní í Drangarhrauni í Hafnarfirði.

RÚV greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

Maciej, sem er 39 ára gamall, stakk Jaroslaw til bana með hnífi en bar við sjálfsvörn. Það var ekki tekið trúanlegt fyrir dómi. Hann sakaði hinn látna einnig um að hafa beitt sig fjárkúgunum. Morðið var framið eftir að mennirnir höfðu setið lengi að sumbli. Réttarlæknir sem kom fyrir dóminn sagði sárin á líkama Jaroslews benda til árásar fremur en sjálfsvarnar.

Sjá einnig: Meintur morðingi í Drangahrauni segir hinn látna hafa fjárkúgað sig – „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“