fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

BBC mun líklega þurfa að taka þætti eins dáðasta sjónvarpsmanns heims af dagskrá

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. desember 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daily Mail greinir frá því að útlit sé fyrir verulegan niðurskurð í dagskrárgerð breska ríkisútvarpsins, BBC. Stofnunin mun líklega þurfa að hætta framleiðslu og sýningum á mörgum af sínum þekktustu þáttum. Þar á meðal eru hinir rómuðu þættir sjónvarpsmannsins ástsæla Sir David Attenborough um náttúru og dýralíf jarðarinnar.

Eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að frysta upphæð afnotagjalds sem greitt er til BBC hefur stofnunin ráðist í niðurskurð til að ná fram sparnaði upp á 500 milljónir punda (rúmlega 88 milljarðar íslenskra króna).

Margir dagskrárliðir hafa þegar orðið fyrir niðurskurði en þar á meðal er fréttaþátturinn Newsnight sem hefur verið eitt af flaggskipum fréttastofu BBC. Þátturinn er enn á dagskrá en er ekki jafn umsvifamikill og áður, minna er lagt í framleiðslu hans og hann hefur verið styttur.

Samkvæmt heimildarmönnum innan BBC eru hinir heimsþekktu og dáðu þættir Attenborough meðal þeirra þátta sem gæti þurft að hætta framleiðslu á hækki afnotagjaldið ekki í takt við verðbólgu sem mældist 5,6 prósent, á ársgrundvelli, í október síðastliðnum.

Þættir Attenborough sem sýndir hafa verið á BBC svo sem Planet Earth, Wild Isles og Frozen Planet eru dýrir í framleiðslu og því vel mögulegt að þeir lendi unfir niðurskurðarhnífnum.

Líklegt er einnig að dregið verði úr framleiðslu á leiknu efni sem er sömuleiðis dýrt í framleiðslu.

Þættir Attenborough hafa verið sýndir um allan heim en óljóst er hversu miklum tekjum sala á sýningarrétti hefur skilað til að vega á móti framleiðsluskostnaði. Ef þættirnir eiga að halda áfram er talið líklegt að BBC muni leita til erlendra sjónvarpsstöðva eða annarra aðila um að taka þátt í að greiða kostnaðinn við gerð þeirra.

BBC mun leggja meiri áherslu á dagkrárgerð fyrir vefinn en áður þar sem kostnaður við slíka framleiðslu er yfirleitt lægri en við gerð sjónvarpsþátta.

Upphæð afnotagjaldsins var fryst í tvö ár en samkvæmt Daily Mail á það að hækka á næsta ári í takt við verðbólgu síðustu 4 ára en stjórnvöld segja þó ekki útilokað að hækkunin verði minni og þá í takt við lækkandi verðbólgu á síðustu mánuðum.

Það er heldur ekki útilokað að hækkunin verði alfarið afturkölluð en greining á fjármögnun BBC stendur nú fyrir dyrum.

Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur sagt að BBC verði að taka þátt í því að draga úr byrðunum á breskar fjölskyldur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“