fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Safnast hratt á undirskriftalista til stuðnings Sameer og Yazan – „Illska að ætla að ræna þeim mannréttindum af börnum“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. desember 2023 21:00

Þóra stofnaði undirskriftarlistann í gær og hann hefur fengið miklar viðtökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega fimm þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista til stuðnings palestínsku drengjunum Sameer og Yazan. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað hælisumsókn þeirra og til stendur að vísa þeim úr landi.

„Við skorum á íslensk stjórnvöld að veita palestínskum flóttamönnum sem hafa dvalið hér á Íslandi um árabil alþjóðlega vernd af mannúðarástæðum vegna stöðunnar í heimalandinu,“ segir í yfirlýsingu sem fylgir undirskriftarlistanum. En það var leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir sem hóf söfnunina.

Enn fremur segir að óskað sé eftir flýtimeðferð við umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt og að sett verði í forgang að leyfa palesínskum flóttamönnum rétt til fjölskyldusameiningar svo hægt sé að veita þeim framtíð hér í öruggu skjóli og skorað er á ríkisstjórnina að senda ekki úr landi hina 12 og 14 ára Sameer og Yazan.

Verða sendir til Grikklands

Drengirnir eru bræður sem hafa verið í fóstri hér á landi síðan í apríl. Annar þeirra hjá hjónunum Hönnu Símonardóttur og Einari Þór Magnússyni og hinn hjá syni þeirra og tengdadóttur, Magnúsi Má og Önnu Guðrúnu Ingadóttur.

Foreldrar drengjanna og systkini búa á Gasa þar sem mannfall er mikið í blóðugu stríði. Hafa drengirnir misst fjölda ættingja og ástvina í sprengjuregninu, þar á meðal afa sinn.

Sótt var um hæli fyrir þá en fyrir um mánuði síðan tilkynnti Útlendingastofnun að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Stendur því til að vísa þeim aftur til Grikklands, þaðan sem þeir komu, ásamt þrítugum frænda sínum sem er titlaður forsjáraðili þeirra hjá Útlendingastofnun. Búið er að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar til Kærunefndar útlendingamála.

Illska að ræna mannréttindum af börnum

Undirskriftalistinn var stofnaður í gær og hefur safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 5.100 manns skrifað undir listann. Einnig hefur honum verið deilt í tæplega 1.100 skipti á Facebook.

„Við vorum að minnsta kosti þrjár vinkonur mínar andvaka yfir ömurðinni sem á sér stað á Gaza svæðinu í fyrradag og töluðum um hvað við gætum gert,“ segir Þóra aðspurð um hvers vegna hún hratt af stað undirskriftasöfnuninni. „Vinkona mín stakk upp á hungurverkfalli en ég ákvað að opna undirskriftasöfnun þegar ég las um mál Sameers og Yazam á facebook því enda þótt einstaklingurinn upplifi sig raddlausan gagnvart her sem er bakkaður upp af stærsta hernaðarvaldi í heimi þegar barnsmorð eru framin í þúsunda tali getum við að minnsta kosti látið í okkur heyra varðandi samfélagið hér heima og kannski hefur aldrei verið eins mikil þörf á því að draga fram gildin okkar og mennsku og núna og ég er nánast fullviss um að friður sé eitt af því sem stór hluti íslensku þjóðarinnar setur ofarlega á blað.“

Ef ríkisstjórnin vilji undirstrika að hún hafi kallað eftir mannúðarhléi á Gasa þegar ákveðið var að Ísland sæti hjá við samþykkt ályktunar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé að þá sé mál Sameers og Yazam kjörið tækifæri til að sýna mannúð í verki.

„Drengirnir Sameer og Yazam búa hjá íslenskum fjölskyldum og eru í íslenskum skóla og eiga íslenska vini og upplifa frið sem gefur þeim öryggi sem þeir hafa aldrei fengið að upplifa á ævinni. Að mínu mati er það illska að ætla að ræna þeim mannréttindum af börnum,“ segir Þóra.

Má ekki þrífast í þögninni

Þóra segist ekki hafa neina ákveðna tölu í huga varðandi takmark um fjölda undirskrifta. „Ég er ekki með ákveðna tölu í huga en ég hef séð lista frá 2000 og upp í 20.000 sem er verið að afhenda. Fyrst það eru komnar rúmlega 5000 undirskriftir á einum sólarhring þá mun ég fylgjast með þróuninni næsta sólarhring og á meðan fjöldi manns skrifar undir á hverri mínútu þá fær listinn að lengjast,“ segir hún.

Sjá einnig:

Fósturforeldri palestínskra drengja segir hjásetu Íslands smánarblett – „Nánast í hvert skipti fáum við nýja andlátsfrétt“

Gerir hún ráð fyrir að afhenda listann forráðamönnum þjóðarinnar. Í þessu tilviki séu það Dómsmálaráðuneytið sem fer með málaflokkinn og Allsherjar og menntamálanefnd Alþingis sem afgreiðir umsóknir um ríkisborgararétt.

„Mér finnst ég ekki vera ein því á einum sólarhring hafa safnast rúmlega 5000 undirskriftir og ég held að hver sem er í þeim hópi hefði getað hrundið þessari undirskriftasöfnum af stað,“ segir Þóra. „Ég er ekki að beina ábyrgðinni að neinum einum heldur reyna að taka þátt sem virkur lýðræðisþegn með einhverjum hætti til að vekja athygli á því sem má svo sannarlega betur fara. Ég held að þessi málaflokkur megi ekki þrífast í þögninni. Það er lítið um umræðu af hálfu yfirvalda og þegar þjóðin upplifir þögn þá vakna grunsemdir og okkur ber öllum skylda til að gera eitthvað í þeim málum sem okkur finnst aflaga í samfélaginu.

Hægt er að sjá og skrifa undir undirskriftarlistann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi