fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Kristrún kynnir kjarapakka Samfylkingarinnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 14:48

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar Mynd: Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, hafi í dag kynnt kjarapakka flokksins. Í tilkynningunni er haft eftir Kristrúnu:

„Nú verður að milda höggið fyrir heimilin. Samfylkingin vill aðhald þar sem þenslan er í raun. Það er lykillinn að því að vinna bug á verðbólgunni.“

„Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni — með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru — og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“

Í tilkynningunni segir enn fremur að eins og fram hafi komið í fjölmiðlum verði 5.000 heimilum hent út úr vaxtabótakerfinu ef fjárlög ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Sömuleiðis lækki fjárheimildir fyrir húsnæðisbætur til leigjenda á milli ára.

Um kjarapakkann segir í tilkynningunni að tillögur kjarapakkans falli undir tvo flokka sem bera yfirskriftina „Mildum höggið fyrir heimilin“ og „Vinnum bug á verðbólgunni“. Fyrir utan stuðning við skuldsett heimili sé þar meðal annars að finna vaxtabætur fyrir bændur og aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi — svo sem með því að ná stjórn á Airbnb, tímabundinni leigubremsu að danskri fyrirmynd og ívilnun til uppbyggingar almennra íbúða.

Loks séu í kjarapakkanum tillögur um 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs — en þar af sé gert ráð fyrir 6 milljörðum til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning. Tekjutillögurnar séu óbreyttar frá þeim kjarapakka sem Samfylkingin kynnti fyrir fjárlög og kjarasamninga í desember í fyrra.

Kjarapakkinn í heild sinni er eftirfarandi:

„MILDUM HÖGGIÐ FYRIR HEIMILIN

6 milljarðar í vaxta- og húsnæðisbætur. Hækkum vaxtabætur vegna hærri vaxta. Styðjum 10.000 skuldsett heimili til viðbótar – í stað þess að henda 5.000 heimilum úr vaxtabótarkerfinu.

Hækkum húsnæðisbætur til leigjenda. Tryggjum að húsnæðisbætur haldi verðgildi sínu í stað þess að lækka milli ára. Vaxtabætur til bænda. Tímabundinn stuðningur sem beinist til bænda með þunga vaxtabyrði.

Aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi. Náum stjórn á Airbnb og skammtímaleigu íbúða. Tímabundin leigubremsa að danskri fyrirmynd. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum.“

„VINNUM BUG Á VERÐBÓLGUNNI

24 milljarðar í aðhald á tekjuhlið. Aðhald þar sem þenslan er í raun. Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Lokum „ehf.-gatinu“. Álag á veiðigjald stórútgerða. Afturköllum bankaskattslækkun.

Þar af 6 milljarðar til að fjármagna aðgerðir vegna ástands í Grindavík. Fjármögnum aðgerðirnarþ Brýnt er að fjármagna öll fyrirséð útgjöld til að kynda ekki undir verðbólgu – þar á meðal afkomutryggingu og leigustuðning fyrir Grindvíkinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“