fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Börn blóðmerarbænda verða fyrir aðkasti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. desember 2023 13:30

Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Björnsdóttir og Orri Guðmundsson eru bændur á Suðurlandi og hafa meðal annars stundað blóðmerahald. Þau eru gestir Frosta Logasonar í þættinum spjallið en þátturinn í heild sinni er aðgengilegur á Youtube-síðu efnisveitunnar Brotkast. Þórdís og Orri segja að umræða um blóðmerahald hafi verið ósanngjörn og óvægin. Þau segjast meðal annars þekkja dæmi þess að börn blóðmerabænda hafi orðið fyrir aðkasti og einelti og í sumum tilfellum þurft að skipta um skóla.

Orri segir að blóðmerarhald sé undir virku eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Hann og Þórdís vísa í myndskeið sem svissnesk dýraverndarsamtök birtu af blóðmerahaldi á íslenskum sveitabæ. Vakti myndskeiðin mikla athygli og reiði en ekki þótti betur séð en að hryssurnar á myndskeiðinu væru beittar harðræði. Þórdís segir að frávik geti orðið í blóðmerahaldi og mistök geti átt sér þar eins og í öðrum atvinnugreinum. Hún hafnar því að blóðmerarhald sem slíkt sé dýraníð og að eftirlit með velferð hrossanna hennar hafi batnað eftir að farið var út í blóðtöku úr þeim.

Þórdís segir að umræðan um blóðmerahald byggist oft á vanþekkingu og fullyrðingum sé iðulega kastað fram án þess að þær byggi á því að viðkomandi hafi kynnt sér greinina til hlítar.

Þegar kemur að hinum umdeildum myndskeiðum segir Orri að þar sjáist ýmislegt sem hann geri ekki athugasemd við en einnig sjáist þar hlutir sem hann sjálfur myndi aldrei gera. Hann segist þó fullviss um að enginn hefji blóðmerahald með það að markmiði að níðast á dýrunum.

Fullyrðingar Ingu standist ekki skoðun

Þórdís og Orri eru í þættinum spurð út í tilraunir Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, til að koma lagafrumvarpi í gegn á Alþingi þar sem kveðið er á um bann við blóðmerahaldi. Þórdís segir frumvarp Ingu litað af myndskeiðunum umdeildu:

„Þegar maður les greinargerðina sem fylgir frumvarpinu þá er verið að taka mið algjörlega út frá myndböndunum sem hafa verið birt frá dýraverndarsamtökum og sagt að þetta tíðkist bara. Flutningsmenn frumvarpsins hafa komið fram í ræðupúlti og staðhæft eitthvað sem stenst ekki skoðun til dæmis.“

Þórdís segir Ingu hafa til að mynda að ósekju tengt saman dauða um hundrað hrossa í óveðri sem gekk yfir landið árið 2019 við blóðmerahald:

„Það er bara ekkert rétt. Þetta voru hross af alls konar bæjum, úr fleiri en einu sveitarfélagi og úr alls konar hópum. Það var ekkert bara hryssur úr blóðstoðum og svoleiðis.“

Þórdís segir að hægt sé að nálgast tölur um þennan mikla hrossadauða inn á vef Matvælastofnunar.

Hún furðar sig á að það hafi engar afleiðingar að halda ósannindum fram í ræðustól Alþingis.

Þórdís og Orri hafna því alfarið að bændur sem stundi blóðmerahald séu sérstaklega skeytingarlausir um hryssurnar sínar og segja fáar ef nokkrar búgreinar undir jafn ströngu eftirliti hér á landi.

Umfjöllun hafi ýtt undir einelti

Þórdís og Orri segjast hafa ákveðið að stíga fram vegna óvæginnar umræðu og umfjöllunar um blóðmerarhald og vilja að hlið bænda sem leggja stund á greinina komi betur fram.

Orri segir að fjölmiðlaumfjöllun hafi varpað fram þeirri mynd af blóðmerabændum að þeir séu allir dýraníðingar. Þetta hafi verið mörgum blóðmerabændum afar erfitt:

„Við erum öll manneskjur. Við eigum fjölskyldu og börn. Það eru dæmi um það að krakkar hafi þurft að fara úr skóla af því þeir verða fyrir aðkasti. Þetta er bara ofbeldi í rauninni hvernig gengið er að okkur.“

Þau segja um grafalvarlegt mál að ræða sem eigi ekki að viðgangast.

Þórdís segir að eftir einhliða fjölmiðlaumfjöllun um myndskeiðin umdeildu hafi það gerst að börn blóðmerabænda hafi orðið fyrir einelti í skóla:

„Þau voru ekkert á þessum myndböndum.“

„Þau koma málinu ekkert við,“ segir Orri.

Þau segja Ásmund Friðriksson einan þingmanna hafa tekið upp hanskann fyrir blóðmerabændur. Ásmundur hafi kynnt sér blóðmerahald og heimsótt bæi og fylgst með blóðtökunni. Þau segja að öllum 10 þingmönnum Suðurkjördæmis hafi verið boðið að koma og fylgjast með blóðtöku. Aðeins 3 þeirra hafi svarað boðinu og af þeim aðeins 2 verið tilbúnir að koma, Ásmundur og Guðrún Hafsteinsdóttir. Hætt hafi hins vegar verið við vegna þessarar litlu þátttöku þingmanna.

Orri segir að lokum frá samtali sínu við dýralækni sem haft hefur eftirlit með blóðmerahaldi m.a. hjá honum. Hann hefur eftirfarandi orð eftir dýralækninum sem hann segir að sé með 25 ára reynslu af störfum við blóðmerahald:

„Ég hef aldrei á þessu 25 ára tímabili þurft að aflífa hross í blóðtöku eða tengt við blóðtöku en ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef þurft að fara upp í hesthúsahverfi í Víðidal eða eitthvert til þess að fella hross þar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“