fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Margrét Danadrottning stígur af stóli 14. janúar – síðustu tengsl Íslands við dönsku krúnuna hverfa

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. desember 2023 17:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Þórhildur Danadrottning tilkynnti þegnum sínum í nýársávarpi sínu fyrir stundu að hún muni afsala sér krúnunni 14. janúar næstkomandi, þegar 52 ár verða liðin frá því að hún tók við sem drottning Danmerkur við fráfall föður síns, Friðriks 9.

Drottningin sagðist ekki lengur hafa sama úthald og heilsu og fyrr, vísaði til þess að hún undirgekkst bakaðgerð á líðandi ári. Hún sagði að þetta hefði vakið hana til umhugsunar um það hvort ekki væri rétt að rétta keflið til nýrrar kynslóðar.

Friðrik, krónprins, verður því Friðrik 10. Danakonungur sunnudaginn 14. janúar næstkomandi. Hann er fyrsti Danakonungurinn í margar aldir, sem engin tengsl hefur við Ísland, en þegar Margrét fæddist var hún krónprinsessa Íslands því faðir hennar var síðasti konungur Íslands áður en Ísland varð lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944. Vegna tengslanna við Ísland var henni gefið hið þjóðlega nafn, Þórhildur.

Segja má að með hvarfi Margrétar Þórhildar af dönsku krúnunni séu öll tengsl Íslands við dönsku krúnuna endanlega horfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel